Viljum við nýta okkur beint lýðræði við úthlutun styrkja í sveitarfélögunum? María Grétarsdóttir skrifar 25. mars 2014 14:21 Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun