Þingsályktunartillagan hefði mátt bíða Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2014 12:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“ ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“
ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Sjá meira
Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00
„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35
Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46