Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. mars 2014 19:00 Guðmundur skilur ekkert hvað Dujshebaev gekk til. Vísir/Getty „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti