Frábær kvennabardagi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2014 22:45 Liz Carmouche á bakinu á Ronda Rousey Vísir/Getty Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira