Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson höfundar lagsins ,,Ég á líf" sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision í fyrra náðu svo sannarlega að mynda augnablikið þegar Pollapönk og umboðsmaðurinn þeirra, Valli Sport, fögnuðu eins og þjóðin öll þegar í ljós kom að Ísland komst upp úr undanúrslitunum í gærkvöldi.
Þá má einnig sjá fleiri Íslendinga sem eru staddir í Kaupmannahöfn og þeirra upplifun á keppninni í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Okkar maður í Kaupmannahöfn, Davíð Luther Sigurðarson, tók viðtölin.