Taekwondo-landsliðið varð Norðurlandameistari Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2014 21:30 Glæsilegur árangur hjá hópnum. Mynd/Tryggvi Rúnarsson Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson
Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira