Hvernig er staðan? Bjarni Halldór Janusson skrifar 13. maí 2014 12:52 Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar