Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru Pollapönkarar ennþá í göllunum sem eru þeirra einkennismerki og hafa heillað Evrópubúa síðustu daga.
Pollapönk endaði í 15. sæti í Eurovision í gær með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice, en það var hin austurríska Conchita Wurst sem bar sigur úr býtum með lagið Rise like a Phoenix.