Áhorfendur ærðust af hrifningu þegar Pollapönkarar hófu að dansa hliðardansinn sinn þekkta og allir klöppuðu með í lokakaflanum.
Þeir komu fram í sama klæðnaði og í undarkeppninni. Þeir báru einnig naglalakk eftir áskorun hinnar ungu Töru Lovísu Sigurjónsdóttir.
Keppnin hófst klukkan sjö og mun standa til hálf ellefu. Ítarleg umfjöllun um keppnina verður hér á Vísi í kvöld. Við bendum lesendum á að fylgjast með umræðum á Twitter á meðan keppninni stendur.