Fjórtán létust þegar þyrla var skotin niður í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 29. maí 2014 15:27 visir/afp 14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Úkraína Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí.
Úkraína Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira