Þjálfari FH: Erum ekki lagstar í gröfina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2014 11:57 Úr leik FH gegn ÍBV síðastliðið sumar. Vísir/Anton Þórður Jensson, þjálfari FH, segir að leiðin geti aðeins legið upp á við eftir 13-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gær. „Þetta var fullkominn leikur hjá þeim. Allt sem klikkaði hjá þeim í síðasta leik [gegn Fylki] gekk upp gegn okkur og gott betur,“ sagði Þórður en Blikar höfðu gert markalaust jafntefli gegn nýliðunum úr Árbænum. „Við lögðum leikinn upp með því að spila þéttan varnarleik en það fór fljótt. Það var erfitt að rífa sig upp þegar þetta gekk svona fyrir sig,“ bætti Þórður við en FH var 8-0 undir í hálfleik. „Ég þurfti að gera tvær breytingar þá í vörninni vegna meiðsla. En annars gekk hálfleiksræðan mín út að reyna að halda sjó og gleyma fyrri hálfleiknum. Það gekk eins og það gekk.“ Þórður segir að FH-ingar hafi mætt gríðarsterku Blikaliði sem hafi verið að svara fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Fylki. „Þær eru með gríðarlega gott sóknarlið en fyrstu tveir leikir Blikanna í sumar hafa ekki endurspeglað það. Nú sprungu þær út og við urðum fyrir barðinu á því.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að takast á við svona stórt tap. „Það er enginn undirbúinn fyrir svona lagað. Við getum ekkert gert nema lært af þessu og við ætlum að halda ótrauðar áfram. Við erum ekki lagstar í gröfina. Botninum hefur verið náð og eina leiðin nú er upp á við.“ FH hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu - gegn Aftureldingu og ÍA. „Með fullri virðingu fyrir þeim liðum þá er heilmikill munur á þeim og liði Breiðabliks,“ segir Þórður en hann hefur ekki áhyggjur af því að munurinn á liðunum í deildinni bjóði upp á fleiri slíka stórsigra í sumar. „Ég held ekki. Ég vona að þetta sé áminning til allra liða. Það má líka benda á að í fyrra sáust svona tölur í 1. deild karla en svona tölur hafa ekki sést lengi í kvennaboltanum,“ sagði Þórður og vísaði til 16-0 sigurs Víkinga á Völsungi síðastliðið haust. „Þetta verður ekki í boði í fleiri leikjum okkar í sumar.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Þórður Jensson, þjálfari FH, segir að leiðin geti aðeins legið upp á við eftir 13-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gær. „Þetta var fullkominn leikur hjá þeim. Allt sem klikkaði hjá þeim í síðasta leik [gegn Fylki] gekk upp gegn okkur og gott betur,“ sagði Þórður en Blikar höfðu gert markalaust jafntefli gegn nýliðunum úr Árbænum. „Við lögðum leikinn upp með því að spila þéttan varnarleik en það fór fljótt. Það var erfitt að rífa sig upp þegar þetta gekk svona fyrir sig,“ bætti Þórður við en FH var 8-0 undir í hálfleik. „Ég þurfti að gera tvær breytingar þá í vörninni vegna meiðsla. En annars gekk hálfleiksræðan mín út að reyna að halda sjó og gleyma fyrri hálfleiknum. Það gekk eins og það gekk.“ Þórður segir að FH-ingar hafi mætt gríðarsterku Blikaliði sem hafi verið að svara fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Fylki. „Þær eru með gríðarlega gott sóknarlið en fyrstu tveir leikir Blikanna í sumar hafa ekki endurspeglað það. Nú sprungu þær út og við urðum fyrir barðinu á því.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að takast á við svona stórt tap. „Það er enginn undirbúinn fyrir svona lagað. Við getum ekkert gert nema lært af þessu og við ætlum að halda ótrauðar áfram. Við erum ekki lagstar í gröfina. Botninum hefur verið náð og eina leiðin nú er upp á við.“ FH hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu - gegn Aftureldingu og ÍA. „Með fullri virðingu fyrir þeim liðum þá er heilmikill munur á þeim og liði Breiðabliks,“ segir Þórður en hann hefur ekki áhyggjur af því að munurinn á liðunum í deildinni bjóði upp á fleiri slíka stórsigra í sumar. „Ég held ekki. Ég vona að þetta sé áminning til allra liða. Það má líka benda á að í fyrra sáust svona tölur í 1. deild karla en svona tölur hafa ekki sést lengi í kvennaboltanum,“ sagði Þórður og vísaði til 16-0 sigurs Víkinga á Völsungi síðastliðið haust. „Þetta verður ekki í boði í fleiri leikjum okkar í sumar.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12