Málefni fatlaðs fólks á Akureyri Bergþóra Þórhallsdóttir skrifar 27. maí 2014 16:30 Akureyrarbær tók við málefnum fatlaðra um áramót 2010 - 2011 líkt og önnur sveitarfélög. Bærinn ber samkvæmt því ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlaða einstaklinga. Það þýðir að bærinn ber ábyrgð á gæðum þjónustunnar og kostnaði vegna hennar. D listinn á Akureyri vill standa sérstakan vörð um þennan málaflokk og telur skýra stefnumótun brýna. Stefnumótunin þarf að byggja á sameiginlegri framtíðarsýn þjónustuþega, starfsmanna sem vinna innan málaflokksins og þeirra sem stjórna bæjarfélaginu. Áherslur D-listans í málaflokknum endurspeglast í eftirfarandi þáttum:Aðgengi.Aðgengismál á Akureyri eiga ávallt að vera til fyrirmyndar allt árið um kring hvort heldur eru merkingar bílastæða, aðgengi að fyrirtækjum og stofnunum, aðgangur að upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta. Aðbúnaður í íþróttamannvirkjum þarf að vera til fyrirmyndar og taka mið af þörfum fatlaðra einstaklinga. Aðgengismál eru mannréttindamál. Í frekari uppbyggingu og viðhaldi á útivistarsvæðum okkar Akureyringa s.s. í Kjarnaskógi og Naustaborgum er mikilvægt að gera úttekt og áætlun um úrbætur sem tekur tillit til umgengni fatlaðra einstaklinga á þessum svæðum. Allir eiga að geta notið útivistar á Akureyri allt árið um kring.Ferðaþjónusta.Mikilvægt er að ferðaþjónusta fatlaðra einstaklinga sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki sé með þeim hætti að þeir geti verið sem mest sjálfstæðir og virkir þátttakendur í samfélaginu. Með greiðum samgöngum verði þeim gert kleift að stunda atvinnu, nám og njóta fjölbreyttra tómstunda allt árið um kring. Það er mikilvægt að leita ávallt hagkvæmustu lausnar fyrir bæjarfélagið hverju sinni. Umsýsla á ferlimálum fatlaðra þarf að vera einstaklingsmiðuð og einkennast af skilvirkni og einfaldleika.Sjálfstæði og búsetaLífsgæði er að stórum hluta fólgin í því að eiga fjölbreytt val um búsetu og að umhverfið sé hvetjandi til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Þjónusta við fatlaða einstaklinga þarf að taka mið af því. D listinn vill að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði áfram valkostur sem unninn er í samstarfi við Velferðarráðuneytið. Stuðningur í daglegu lífi þarf ávallt að vera fyrir hendi þar sem þörf krefur. Meginmarkmið með stuðningi miði að því að fatlaðir einstaklingar geti lifað í samfélagi án aðgreiningar hvort heldur er í skóla, tómstundastarfi eða atvinnu. D listinn leggur áherslu á þjónandi leiðsögn í samskiptum starfsfólks og notenda þjónustu.Lífstíll og afþreyingFjölbreytt val um lífsstíl og val um afþreyingu þarf að vera í boði allt árið um kring. Horfa á til þess að bjóða upp á skipulagðar árstíðarbundnar dagsferðir innan sveitarfélags þar sem notið er fjölbreyttrar útivistar og menningar.Fræðsla og þjónandi leiðsögnFatlað fólk á að geta notið menntunar og hafa val um fjölbreyttar námsleiðir eftir áhugasviði og getu. Á Akureyri eru skólar án aðgreiningar sem tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms. Jákvætt, fordómalaust viðhorf og sveigjanleiki er forsenda þess að einstaklingar fái notið hæfileika sinna í námi. Fjölbreytt sérfræðiþekking er mikilvæg innan skólakerfisins og að öflug fræðsla sé í boði fyrir starfsfólk, foreldra og aðra aðstandendur.HeilbrigðiHeilbrigðisþjónusta fyrir fatlað fólk þarf að vera góð hvort heldur er fyrirbyggjandi, almenn eða sérhæfð. Stytting biðtíma í heilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum D-listans á Akureyri. Mikilvægt er að tryggja aukið fjármagn til heilsugæslunnar sem allra fyrst. Rafræn tækni er dæmi um lausn sem skapar eftirsóknarvert svigrúm í þjónustu við sjúklinga og gert hana skilvirkari. Styttri biðtími er hagur allra. Á Akureyri vill D-listinn forgangsraða því mikilvægasta fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Akureyrarbær tók við málefnum fatlaðra um áramót 2010 - 2011 líkt og önnur sveitarfélög. Bærinn ber samkvæmt því ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlaða einstaklinga. Það þýðir að bærinn ber ábyrgð á gæðum þjónustunnar og kostnaði vegna hennar. D listinn á Akureyri vill standa sérstakan vörð um þennan málaflokk og telur skýra stefnumótun brýna. Stefnumótunin þarf að byggja á sameiginlegri framtíðarsýn þjónustuþega, starfsmanna sem vinna innan málaflokksins og þeirra sem stjórna bæjarfélaginu. Áherslur D-listans í málaflokknum endurspeglast í eftirfarandi þáttum:Aðgengi.Aðgengismál á Akureyri eiga ávallt að vera til fyrirmyndar allt árið um kring hvort heldur eru merkingar bílastæða, aðgengi að fyrirtækjum og stofnunum, aðgangur að upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta. Aðbúnaður í íþróttamannvirkjum þarf að vera til fyrirmyndar og taka mið af þörfum fatlaðra einstaklinga. Aðgengismál eru mannréttindamál. Í frekari uppbyggingu og viðhaldi á útivistarsvæðum okkar Akureyringa s.s. í Kjarnaskógi og Naustaborgum er mikilvægt að gera úttekt og áætlun um úrbætur sem tekur tillit til umgengni fatlaðra einstaklinga á þessum svæðum. Allir eiga að geta notið útivistar á Akureyri allt árið um kring.Ferðaþjónusta.Mikilvægt er að ferðaþjónusta fatlaðra einstaklinga sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki sé með þeim hætti að þeir geti verið sem mest sjálfstæðir og virkir þátttakendur í samfélaginu. Með greiðum samgöngum verði þeim gert kleift að stunda atvinnu, nám og njóta fjölbreyttra tómstunda allt árið um kring. Það er mikilvægt að leita ávallt hagkvæmustu lausnar fyrir bæjarfélagið hverju sinni. Umsýsla á ferlimálum fatlaðra þarf að vera einstaklingsmiðuð og einkennast af skilvirkni og einfaldleika.Sjálfstæði og búsetaLífsgæði er að stórum hluta fólgin í því að eiga fjölbreytt val um búsetu og að umhverfið sé hvetjandi til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Þjónusta við fatlaða einstaklinga þarf að taka mið af því. D listinn vill að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði áfram valkostur sem unninn er í samstarfi við Velferðarráðuneytið. Stuðningur í daglegu lífi þarf ávallt að vera fyrir hendi þar sem þörf krefur. Meginmarkmið með stuðningi miði að því að fatlaðir einstaklingar geti lifað í samfélagi án aðgreiningar hvort heldur er í skóla, tómstundastarfi eða atvinnu. D listinn leggur áherslu á þjónandi leiðsögn í samskiptum starfsfólks og notenda þjónustu.Lífstíll og afþreyingFjölbreytt val um lífsstíl og val um afþreyingu þarf að vera í boði allt árið um kring. Horfa á til þess að bjóða upp á skipulagðar árstíðarbundnar dagsferðir innan sveitarfélags þar sem notið er fjölbreyttrar útivistar og menningar.Fræðsla og þjónandi leiðsögnFatlað fólk á að geta notið menntunar og hafa val um fjölbreyttar námsleiðir eftir áhugasviði og getu. Á Akureyri eru skólar án aðgreiningar sem tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms. Jákvætt, fordómalaust viðhorf og sveigjanleiki er forsenda þess að einstaklingar fái notið hæfileika sinna í námi. Fjölbreytt sérfræðiþekking er mikilvæg innan skólakerfisins og að öflug fræðsla sé í boði fyrir starfsfólk, foreldra og aðra aðstandendur.HeilbrigðiHeilbrigðisþjónusta fyrir fatlað fólk þarf að vera góð hvort heldur er fyrirbyggjandi, almenn eða sérhæfð. Stytting biðtíma í heilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum D-listans á Akureyri. Mikilvægt er að tryggja aukið fjármagn til heilsugæslunnar sem allra fyrst. Rafræn tækni er dæmi um lausn sem skapar eftirsóknarvert svigrúm í þjónustu við sjúklinga og gert hana skilvirkari. Styttri biðtími er hagur allra. Á Akureyri vill D-listinn forgangsraða því mikilvægasta fyrst.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun