Björt framtíð Edward H. Huijbens skrifar 27. maí 2014 10:02 Það skiptir máli hvernig við tölum um hlutina, hvernig við sjáum framtíðina fyrir okkur og hvaða orð við notum til að lýsa þeirri framtíð. Í dag eru við lýði orð og hugmyndir sem setja framtíð okkar í mjög svo fyrirfram mótaðan búning. Einstaklingshyggjan er efst á blaði og sú hugmynd að einstaklingurinn sé sjálfstæður gerandi, algerlega við stjórn eigin hugmynda og gerða og þær ráðist nánast aðeins af mati á eigin hagsmunum, hagsmunum sem yfirleitt eru peningalegs eðlis. Frelsi hverfist um þessa hugmynd og þetta frelsi hefur skilgreindan leikvöll, markaðinn sem er orðin alltumlykjandi og er að verða grundvöllur allra samskipta okkar. Hvert sem við komum, hvað sem við gerum ráða auglýsingar og almannatenglar upplýsingagjöf, kennarar og læknar eru orðnir þjónustuveitendur og við veljum eins og neytendur í búð. Markaðurinn er hinsvegar ekki vettvangur frelsis. Það er skilyrt frelsi sem snýst um auðsköpun, framlegð, hagvöxt og störf. Þetta eru ráðandi stef í samfélaginu og ef ekki er hægt að þýða það sem þú segir yfir á eitthvert þeirra er fljótt hætt að hlusta. Hagvöxtur er álitin náttúrulögmál en hvernig sá vöxtur kemur ólíkum hópum til góða er ekki rætt. Hagvexti er nefninlega mjög misskipt. Hvernig krafan um hagvöxt og framlegð er að fara með umhverfi okkar og hvort hagvöxturinn og gróðinn eru að skila einhverri raunverulegri lífsfyllingu eða hamingju falla einnig í skuggann. Hvernig væri að snúa þessu við. Ræða lífsfyllingu, hamingju, heill umhverfis og náttúru og skiptingu þess auðs sem við búum yfir og ræða svo tilhvers hagvöxtur og framlegð ættu að vera? Atvinna og störf eru annar flötur markaðar og hinnar sjálfgefnu kröfu um hagvöxt og framlegð. En hvað er vinna? Er það kvöð sem við neyðumst til að leysa að jafnaði átta tíma á dag til að geta keypt okkur hamingju? Hvað með alla þá vinnu sem ekki er borguð, sem viðheldur samfélagi okkar, s.s. þegar afi og amma passa eða þegar við tökum til heima. Hvernig væri að snúa hugmyndum okkar um vinnu við? Hætta að horfa á hana sem fjáröflunarleið til að kaupa dót og horfa á vinnu sem uppsprettu lífsfyllingar og hamingju, merkingar og tilgangs. Þá gæti fleira farið að teljast til starfa í okkar samfélagi og það mun hafa raunverulegar afleiðingar fyrir t.d. jafnrétti kynjanna þar sem t.d. umönnum og þrif teljast ekki vinna og eru oft kvennastörf. Markaðurinn snýst líka um fjárfestingu og kostnað. Fjárfesting er góð, kostnaður slæmur. Þegar einkaaðili byggir skólahús er það fjárfesting til eflingar hagvaxtar en að reka það með skattfé er kostnaður, sem leggur til hallareksturs hins opinbera (þarna er líka áhugaverð kynjavídd en skólastörf oftast kvennastörf). Hvernig væri að snúa þessu við og horfa á rekstur skóla og velferðarþjónustu sem hagvöxt framtíðar, hætta að líta á steypu sem fjárfestingu og horfa frekar til þess sem hún á að hýsa. Markaðinn, þarf að hugsa útfrá tengslum allra þeirra ólíku einstaklinga sem mynda hann sem heild. Þar hafa ýmsir mikilla hagsmuna að gæta af því að telja okkur trú um að um að markaðurinn sé náttúrulögmál og núverandi skipting auðs mótuð framtakssemi einstaklinga á markaði. Það er gert með orðfæri sem skilgreinir sambönd okkar og hlutverk hverju sinni. Sambönd sem gera okkur meðvirk í viðhaldi kerfisins ef við hugsum ekki vandlega um samhengi orðanna og merkingar þeirra. Að tala um lífsfyllingu, hamingju, gleði og skemmtun án þess að horfa til þess sem mótar skilning okkar á þeim hugmyndum í dag er ekki ávísun á þá björtu framtíð sem margir vilja kenna sig við. Það að andæfa og taka meðvitaða afstöðu gegn þeim hugmyndum og orðum sem skilgreina líf okkar í dag með allri þeirri misskiptingu og sóun sem þeim fylgja er það hinsvegar. Þar duga ekki stubbaknús eða hamingjusöngvar, heldur aðeins raunveruleg þétt og öflug varðstaða um þær hugmyndir sem geta viðhaldið bjartri framtíð allra og fara gegn raunverulegum hagsmunum og völdum í samfélaginu í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hvernig við tölum um hlutina, hvernig við sjáum framtíðina fyrir okkur og hvaða orð við notum til að lýsa þeirri framtíð. Í dag eru við lýði orð og hugmyndir sem setja framtíð okkar í mjög svo fyrirfram mótaðan búning. Einstaklingshyggjan er efst á blaði og sú hugmynd að einstaklingurinn sé sjálfstæður gerandi, algerlega við stjórn eigin hugmynda og gerða og þær ráðist nánast aðeins af mati á eigin hagsmunum, hagsmunum sem yfirleitt eru peningalegs eðlis. Frelsi hverfist um þessa hugmynd og þetta frelsi hefur skilgreindan leikvöll, markaðinn sem er orðin alltumlykjandi og er að verða grundvöllur allra samskipta okkar. Hvert sem við komum, hvað sem við gerum ráða auglýsingar og almannatenglar upplýsingagjöf, kennarar og læknar eru orðnir þjónustuveitendur og við veljum eins og neytendur í búð. Markaðurinn er hinsvegar ekki vettvangur frelsis. Það er skilyrt frelsi sem snýst um auðsköpun, framlegð, hagvöxt og störf. Þetta eru ráðandi stef í samfélaginu og ef ekki er hægt að þýða það sem þú segir yfir á eitthvert þeirra er fljótt hætt að hlusta. Hagvöxtur er álitin náttúrulögmál en hvernig sá vöxtur kemur ólíkum hópum til góða er ekki rætt. Hagvexti er nefninlega mjög misskipt. Hvernig krafan um hagvöxt og framlegð er að fara með umhverfi okkar og hvort hagvöxturinn og gróðinn eru að skila einhverri raunverulegri lífsfyllingu eða hamingju falla einnig í skuggann. Hvernig væri að snúa þessu við. Ræða lífsfyllingu, hamingju, heill umhverfis og náttúru og skiptingu þess auðs sem við búum yfir og ræða svo tilhvers hagvöxtur og framlegð ættu að vera? Atvinna og störf eru annar flötur markaðar og hinnar sjálfgefnu kröfu um hagvöxt og framlegð. En hvað er vinna? Er það kvöð sem við neyðumst til að leysa að jafnaði átta tíma á dag til að geta keypt okkur hamingju? Hvað með alla þá vinnu sem ekki er borguð, sem viðheldur samfélagi okkar, s.s. þegar afi og amma passa eða þegar við tökum til heima. Hvernig væri að snúa hugmyndum okkar um vinnu við? Hætta að horfa á hana sem fjáröflunarleið til að kaupa dót og horfa á vinnu sem uppsprettu lífsfyllingar og hamingju, merkingar og tilgangs. Þá gæti fleira farið að teljast til starfa í okkar samfélagi og það mun hafa raunverulegar afleiðingar fyrir t.d. jafnrétti kynjanna þar sem t.d. umönnum og þrif teljast ekki vinna og eru oft kvennastörf. Markaðurinn snýst líka um fjárfestingu og kostnað. Fjárfesting er góð, kostnaður slæmur. Þegar einkaaðili byggir skólahús er það fjárfesting til eflingar hagvaxtar en að reka það með skattfé er kostnaður, sem leggur til hallareksturs hins opinbera (þarna er líka áhugaverð kynjavídd en skólastörf oftast kvennastörf). Hvernig væri að snúa þessu við og horfa á rekstur skóla og velferðarþjónustu sem hagvöxt framtíðar, hætta að líta á steypu sem fjárfestingu og horfa frekar til þess sem hún á að hýsa. Markaðinn, þarf að hugsa útfrá tengslum allra þeirra ólíku einstaklinga sem mynda hann sem heild. Þar hafa ýmsir mikilla hagsmuna að gæta af því að telja okkur trú um að um að markaðurinn sé náttúrulögmál og núverandi skipting auðs mótuð framtakssemi einstaklinga á markaði. Það er gert með orðfæri sem skilgreinir sambönd okkar og hlutverk hverju sinni. Sambönd sem gera okkur meðvirk í viðhaldi kerfisins ef við hugsum ekki vandlega um samhengi orðanna og merkingar þeirra. Að tala um lífsfyllingu, hamingju, gleði og skemmtun án þess að horfa til þess sem mótar skilning okkar á þeim hugmyndum í dag er ekki ávísun á þá björtu framtíð sem margir vilja kenna sig við. Það að andæfa og taka meðvitaða afstöðu gegn þeim hugmyndum og orðum sem skilgreina líf okkar í dag með allri þeirri misskiptingu og sóun sem þeim fylgja er það hinsvegar. Þar duga ekki stubbaknús eða hamingjusöngvar, heldur aðeins raunveruleg þétt og öflug varðstaða um þær hugmyndir sem geta viðhaldið bjartri framtíð allra og fara gegn raunverulegum hagsmunum og völdum í samfélaginu í dag.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar