Eigum við að trúa lyginni? Sigurður Haraldsson skrifar 24. maí 2014 16:41 Nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninga berja Sjálfstæðismenn í Kópavogi, með bæjarstórann Ármann fremstan í flokki sér á brjóst og hælast yfir góðri afkomu sjóða bæjarins nú eftir tveggja ára stjórnarsetu þeirra. Þeir Sjálfstæðismenn ná ekki upp í nefið á sér vegna eigin snilligáfu, því þeir hafa lækkað skatta að eigin sögn en samt náð þessum stórmerkilega árangri, að skila bæjarstjóði með rúman milljarð í rekstrarafgang síðasta ár. En er snilligáfa Sjallana þannig að það verður allt að gulli sem þeir snerta á, er Ármann bæjarstjóri Mídas sjálfur holdi klæddur.Skoðum málið aðeins Á sama tíma og skattar, þ.e. fasteignagjöld og útsvar var lækkað um brot úr prósenti voru gjaldskrár Kópavogskaupstaðar hækkaðar. Það kostaði meira að fara í sund, það var dýrara að hafa barn á leiksskóla og tónlistarskóla, og það var dregið úr allri þjónustu við íbúana. Allt ráðstafanir í anda íhaldsins til að færa peninga frá þeim efnaminni til þeirra ríkari. Á sama tíma og Ármann bæjarstóri fann ekki tvær milljónir í bæjarstjóði til að greiða fyrir ferðaþjónustu blindra eins og lögbunið er, þá fannst honum allt í lagi og eðlilegt að hækka kaupið við sjálfan sig sjálfan um rúmar 200 þúsund krónur á mánuði. Réttlæting hans á þeim gjörningi var að hann hefði nú aldeilis unnið fyrir þessari lögbundnu kauphækkun því hann hafði skipað svo mikinn niðurskurð í skólum bæjarfélagsins að þetta væri bara brot af allri þeiri vinnu. Reyndar voru drekarnir sem hann beitti á vagninn í niðurskurðinum ekki par ánægðir með að hafa ekkert úr bítum fyrir að vinna skítverkin og minntust á það í blaðagreinum að þeir næðu ekki einu sinni þriðjungi af launum snillingsins.Að borga niður skuldir Skuldastaða Kópavogsbæjar er alvarleg og um það getum við Ármann verið sammála um. En hverju er um að kenna? Var Mídas ekki í vinnu hjá Golíat þegar: 1. Tekin var sú stórkostlega ákvörðun að leigja af einkahlutafélagi stórkostlegar byggingar í Kórnum og byggja upp í anda Sjálfstæðismanna, einkaframtakið skyldi nú aldeilis fá að blómstar. En hvað kostaði þessi ævintýramennska frjálshyggjunnar? 7.0 milljarðar í skuld. Engar tekjur. Mídas orðinn að köldum og ósveigjanlegum gullklumpi, sem skilar ekki krónu í bæjarsjóð? 2. Eigum við að ræða Glaðheima? Úbbs! Golíat með Mídas sér við hlið, var hræddur um að einkaframtakið væri að fara framúr sér og ákvað að redda því á kostnað okkar Kópavogsbúa. Það eru 12 milljarðar þar sem þarf að borga af? —Snillingar! Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, hælir sér af góðri fjármálastjórn þá ættu Kópavogsbúar að staldra við og spyrja sig spurninga: 1. Af hverju er bæjarsjóður með 44 milljarða í skuld eftir áralanga stjórnun fjármálasnillinganna? 2. Hvað hefur hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um einkaframtak kostað skattgreiðendur í Kópvogi? 3. Hefur verið auðvelt að finna fjármagn til launahækkana úrvalsliðsins, meðan fatlaðir og öryrkjar þurfa að búa við skerta þjónustu? Sem betur fer eiga Kópavogsbúar möguleika á að velja í kosningunum 31. maí næstkomandi. Við hjá Dögun og umbótasinnum viljum að allt bókhald og upplýsingar um reikninga Kópavogskaupstaðar séu opin og hægt sé að fletta upp í þeim gögnum þannig að við sem eigum þá fjármuni sem um er vélað getum tekið okkar upplýstu ákvarðanir um hvernig fjármunum bæjarfélagsins er varið. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi viljum gera alla bæjarbúa sem á því hafa áhuga að þátttakendum í gerð fjárhagsáætlana og leyfa fólki að velja um hvort þeir vilji frekar borga úr sjóðum bæjarfélagsins tvær milljónir í akstursþjónustu blindra eða hækka laun bæjarstjórans um tvær milljónir á ári. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi teljum að með því að opna bókhaldið þannig að við getum skoðað það milliliðalaust getum við fundið fullt af sparnaðarleiðum, eins og t.d. að borga minna fyrir hugbúnað með innleiðingu lausna með frjálsum hugbúnaði. Kjósandi góður í Kópavogi. Þú átt val. Þú getur valið Mídas áfram sem mun örugglega finna sér annan Golíat. — Þá veluru óráðsíu og spillingu. — En þú getur líka valið Dögun og umbótasinna og þá færðu að vita sannleikan og þú færð meira að segja tækifæri til að vera þátttakandi í að vinda ofan af vitleysunni sem hefur viðgengist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninga berja Sjálfstæðismenn í Kópavogi, með bæjarstórann Ármann fremstan í flokki sér á brjóst og hælast yfir góðri afkomu sjóða bæjarins nú eftir tveggja ára stjórnarsetu þeirra. Þeir Sjálfstæðismenn ná ekki upp í nefið á sér vegna eigin snilligáfu, því þeir hafa lækkað skatta að eigin sögn en samt náð þessum stórmerkilega árangri, að skila bæjarstjóði með rúman milljarð í rekstrarafgang síðasta ár. En er snilligáfa Sjallana þannig að það verður allt að gulli sem þeir snerta á, er Ármann bæjarstjóri Mídas sjálfur holdi klæddur.Skoðum málið aðeins Á sama tíma og skattar, þ.e. fasteignagjöld og útsvar var lækkað um brot úr prósenti voru gjaldskrár Kópavogskaupstaðar hækkaðar. Það kostaði meira að fara í sund, það var dýrara að hafa barn á leiksskóla og tónlistarskóla, og það var dregið úr allri þjónustu við íbúana. Allt ráðstafanir í anda íhaldsins til að færa peninga frá þeim efnaminni til þeirra ríkari. Á sama tíma og Ármann bæjarstóri fann ekki tvær milljónir í bæjarstjóði til að greiða fyrir ferðaþjónustu blindra eins og lögbunið er, þá fannst honum allt í lagi og eðlilegt að hækka kaupið við sjálfan sig sjálfan um rúmar 200 þúsund krónur á mánuði. Réttlæting hans á þeim gjörningi var að hann hefði nú aldeilis unnið fyrir þessari lögbundnu kauphækkun því hann hafði skipað svo mikinn niðurskurð í skólum bæjarfélagsins að þetta væri bara brot af allri þeiri vinnu. Reyndar voru drekarnir sem hann beitti á vagninn í niðurskurðinum ekki par ánægðir með að hafa ekkert úr bítum fyrir að vinna skítverkin og minntust á það í blaðagreinum að þeir næðu ekki einu sinni þriðjungi af launum snillingsins.Að borga niður skuldir Skuldastaða Kópavogsbæjar er alvarleg og um það getum við Ármann verið sammála um. En hverju er um að kenna? Var Mídas ekki í vinnu hjá Golíat þegar: 1. Tekin var sú stórkostlega ákvörðun að leigja af einkahlutafélagi stórkostlegar byggingar í Kórnum og byggja upp í anda Sjálfstæðismanna, einkaframtakið skyldi nú aldeilis fá að blómstar. En hvað kostaði þessi ævintýramennska frjálshyggjunnar? 7.0 milljarðar í skuld. Engar tekjur. Mídas orðinn að köldum og ósveigjanlegum gullklumpi, sem skilar ekki krónu í bæjarsjóð? 2. Eigum við að ræða Glaðheima? Úbbs! Golíat með Mídas sér við hlið, var hræddur um að einkaframtakið væri að fara framúr sér og ákvað að redda því á kostnað okkar Kópavogsbúa. Það eru 12 milljarðar þar sem þarf að borga af? —Snillingar! Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, hælir sér af góðri fjármálastjórn þá ættu Kópavogsbúar að staldra við og spyrja sig spurninga: 1. Af hverju er bæjarsjóður með 44 milljarða í skuld eftir áralanga stjórnun fjármálasnillinganna? 2. Hvað hefur hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um einkaframtak kostað skattgreiðendur í Kópvogi? 3. Hefur verið auðvelt að finna fjármagn til launahækkana úrvalsliðsins, meðan fatlaðir og öryrkjar þurfa að búa við skerta þjónustu? Sem betur fer eiga Kópavogsbúar möguleika á að velja í kosningunum 31. maí næstkomandi. Við hjá Dögun og umbótasinnum viljum að allt bókhald og upplýsingar um reikninga Kópavogskaupstaðar séu opin og hægt sé að fletta upp í þeim gögnum þannig að við sem eigum þá fjármuni sem um er vélað getum tekið okkar upplýstu ákvarðanir um hvernig fjármunum bæjarfélagsins er varið. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi viljum gera alla bæjarbúa sem á því hafa áhuga að þátttakendum í gerð fjárhagsáætlana og leyfa fólki að velja um hvort þeir vilji frekar borga úr sjóðum bæjarfélagsins tvær milljónir í akstursþjónustu blindra eða hækka laun bæjarstjórans um tvær milljónir á ári. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi teljum að með því að opna bókhaldið þannig að við getum skoðað það milliliðalaust getum við fundið fullt af sparnaðarleiðum, eins og t.d. að borga minna fyrir hugbúnað með innleiðingu lausna með frjálsum hugbúnaði. Kjósandi góður í Kópavogi. Þú átt val. Þú getur valið Mídas áfram sem mun örugglega finna sér annan Golíat. — Þá veluru óráðsíu og spillingu. — En þú getur líka valið Dögun og umbótasinna og þá færðu að vita sannleikan og þú færð meira að segja tækifæri til að vera þátttakandi í að vinda ofan af vitleysunni sem hefur viðgengist.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun