Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 10:42 María Heimisdóttir er landlæknir og hún telur það ekki þjóna forvörnum að sýna þættina í skólum landsins. vísir/samsett Landlæknir hefur sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst er gegn því að nemendum verði sérstaklega sýnd myndin eða þættirnir Adolescence. „Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira