Gerðu eins og ég geri Eva Magnúsdóttir skrifar 22. maí 2014 10:21 Gerðu eins og ég geriÞað skiptir máli hvort við reimum á okkur hlaupaskóna og förum út að hlaupa eða hvort við bjóðum börnunum okkar í kvöldmat á skyndibitastað. Það segir mikið til um það hvernig við erum sem fyrirmyndir. Stundum hefur verið sagt að offita barna og hreyfingarleysi sé foreldravandamál. Við uppskerum nefnilega eins og við sáum. Óvíða hafa börn og fullorðnir jafn mikil tækifæri til þess að hreyfa sig eins og í Mosfellsbæ. Hér er öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem haldið er uppi af dugmiklum þátttakendum, sjálfboðaliðum og kröftugu foreldrastarfi. Við sjálfstæðismenn metum þetta starf mikils og ætlum áfram að styðja það myndarlega og tryggja að samstarf við íþrótta- og tómstundafélög taki mið af uppeldis-, forvarnar- og félagslegum gildum. Við munum í komandi kosningum leita leiða til að halda þátttökugjöldum barna og unglinga hófstilltum í góðu samstarfi við félögin. Við viljum einnig leggja mikla áherslu á stuðning við afreksíþróttir í samvinnu við íþróttafélög bæjarins en afreksmenn eru fyrirmyndir og draga fleiri iðkendur inn í félögin. Einnig viljum við styðja við verkefni sem mæta óskum barna og unglinga sem finna sig ekki í venjubundnu starfi félaganna.Aðstöðumálin bættÁfram þarf að bæta aðstöðumál og fylgja eftir þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi forgangsröðun framkvæmda við íþróttamannvirki í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin. Íþróttasalur er risinn sem gjörbreyta mun aðstöðu fimleikabarna og barna sem stunda bardagaíþróttir. Þessar deildir munu hefja æfingar í nýrri aðstöðu í haust. Á næstu árum verður síðan lokið við að koma upp félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í nýju íþróttahúsi. Hið öfluga íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur þáttur í uppbyggingu heilsueflandi samfélags, sem Mosfellsbær hefur markað sér sérstöðu með, fyrst íslenskra sveitarfélaga. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Kannanir sýna að fólki finnst best að búa í Mosfellsbæ. Það skiptir máli hverjir stjórna.Fjölnota íþróttahúsFramundan eru verkefni sem snúa að áframhaldandi uppbyggingu tómstundamála hjá bæjarfélaginu. Áfram verður unnið að því að bæta aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, haldið verður áfram að bæta aðstöðuna við íþróttamiðstöðvarnar í Lágafelli og að Varmá til að auka enn frekar á hreyfingu almennings og efla lýðheilsu bæjarbúa. Fyrir skömmu var skipaður starfshópur sem vinnur að því að þarfagreina og skoða möguleika á því að byggja fjölnota íþróttahús sem nýst gæti fyrir knattspyrnuiðkun og frjálsar íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðismenn hyggjast fylgja eftir niðurstöðu starfshópsins um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á næsta kjörtímabili nái þeir kjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Gerðu eins og ég geriÞað skiptir máli hvort við reimum á okkur hlaupaskóna og förum út að hlaupa eða hvort við bjóðum börnunum okkar í kvöldmat á skyndibitastað. Það segir mikið til um það hvernig við erum sem fyrirmyndir. Stundum hefur verið sagt að offita barna og hreyfingarleysi sé foreldravandamál. Við uppskerum nefnilega eins og við sáum. Óvíða hafa börn og fullorðnir jafn mikil tækifæri til þess að hreyfa sig eins og í Mosfellsbæ. Hér er öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem haldið er uppi af dugmiklum þátttakendum, sjálfboðaliðum og kröftugu foreldrastarfi. Við sjálfstæðismenn metum þetta starf mikils og ætlum áfram að styðja það myndarlega og tryggja að samstarf við íþrótta- og tómstundafélög taki mið af uppeldis-, forvarnar- og félagslegum gildum. Við munum í komandi kosningum leita leiða til að halda þátttökugjöldum barna og unglinga hófstilltum í góðu samstarfi við félögin. Við viljum einnig leggja mikla áherslu á stuðning við afreksíþróttir í samvinnu við íþróttafélög bæjarins en afreksmenn eru fyrirmyndir og draga fleiri iðkendur inn í félögin. Einnig viljum við styðja við verkefni sem mæta óskum barna og unglinga sem finna sig ekki í venjubundnu starfi félaganna.Aðstöðumálin bættÁfram þarf að bæta aðstöðumál og fylgja eftir þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi forgangsröðun framkvæmda við íþróttamannvirki í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin. Íþróttasalur er risinn sem gjörbreyta mun aðstöðu fimleikabarna og barna sem stunda bardagaíþróttir. Þessar deildir munu hefja æfingar í nýrri aðstöðu í haust. Á næstu árum verður síðan lokið við að koma upp félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í nýju íþróttahúsi. Hið öfluga íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur þáttur í uppbyggingu heilsueflandi samfélags, sem Mosfellsbær hefur markað sér sérstöðu með, fyrst íslenskra sveitarfélaga. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Kannanir sýna að fólki finnst best að búa í Mosfellsbæ. Það skiptir máli hverjir stjórna.Fjölnota íþróttahúsFramundan eru verkefni sem snúa að áframhaldandi uppbyggingu tómstundamála hjá bæjarfélaginu. Áfram verður unnið að því að bæta aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, haldið verður áfram að bæta aðstöðuna við íþróttamiðstöðvarnar í Lágafelli og að Varmá til að auka enn frekar á hreyfingu almennings og efla lýðheilsu bæjarbúa. Fyrir skömmu var skipaður starfshópur sem vinnur að því að þarfagreina og skoða möguleika á því að byggja fjölnota íþróttahús sem nýst gæti fyrir knattspyrnuiðkun og frjálsar íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðismenn hyggjast fylgja eftir niðurstöðu starfshópsins um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á næsta kjörtímabili nái þeir kjöri.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar