Að taka tillit til náttúrunnar Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2014 09:44 Mikill fjöldi fólks nýtir náttúru og umhverfi á Seltjarnarnesi sér til heilsubótar og ánægju enda um einstök lífsgæði að ræða. Innan bæjarlandsins eru margar náttúruperlur og menningarminjar sem standa þarf vörð um, vegna sérstöðu þeirra og gildis til útivistar og upplifunar fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið á undanförnum árum í umhverfismálum og sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umgangast umhverfið af virðingu og náttúran fái að njóta vafans sem upp kemur. Umhverfismálin eru til úrlausnar vegna nútíðar og framtíðar. Þetta á við um undirbúning og ákvarðanir um framkvæmdir sem hafa áhrif á náttúruna og vandlega þarf að huga að öllu sem það varðar. Umhverfisnefnd Seltjarnarness leggur áherslu á að þessu sé fylgt og kemur í erindisbréfi hennar kemur fram að eitt meginhlutverk nefndarinnar sé, „að leggja mat á umhverfisáhrif af völdum mannvirkjagerðar, landnýtingar, mengunar og efnistöku í sveitarfélaginu þar sem löggjöf kveður á um mat á umhverfisáhrifum“.Eru Vestursvæðin geymslusvæði fyrir ódýrt efni? Það þurfa því að liggja fyrir skýrar ástæður þegar ákvarðanir eru teknar sem spilla gersemum náttúrunnar. Því er ekki skrýtið að margir Seltirningar velti vöngum yfir stærðarinnar moldarhaugum og grjóthnullungum sem gnæfa yfir Vestursvæðin norðanverð, sem eru e.k. sveit okkar Seltirninga, á svæði sem samkvæmt skipulagi á að njóta hverfisverndar. Umhverfisnefnd var gert að taka til umfjöllunar leyfi um haugsetningu á Vestursvæðum þar sem ódýr möl hafði fallið til og fljótt þurfti að bregðast við. Umhverfisvernd veitti tímabundið leyfi til að haugsetja þarna efni með ströngum skilmálum. Því miður var á engan hátt farið eftir skilmálum umhverfisnefndar. Magnið var margfalt meira en um var getið og á engan hátt fylgt skilmálum þar sem stórgrýti og moldarruðningur hefur komið í stað malarinnar sem nýtt er. Enn er gríðarlegt magn efnis á þessu svæði og því skilmálar nefndarinnar um magn og tímasetningar að engu virtir. Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur lagt ríka áherslu á í allri sinni ákvarðanatöku að faglega sé staðið að framkvæmdum með tilliti til umhverfisins. Það er því miður ekki alveg þannig farið í ákvarðanatöku hjá bæjarstjóra og virðist sem skilaboðin séu að fylgja ekki skilyrðum fagnefnda og jafnvel að taka ákvarðanir í viðkvæmum málum án aðkomu þeirra, með þeim rökum að efnið sé „ódýrt“ og komi bæjarbúum til góða. Þannig er virt að vettugi það vinnuferli sem fylgja ber og staðfest er í bæjarmálasamþykkt og erindisbréfum fagnefnda og þetta á við í fleiri tilfellum en einungis á Vestursvæðunum.Hvernig stjórnsýslu viljum við? Það er hættuleg pólitík þegar gengið er fram hjá fagnefndum og ákvarðanir teknar áður en þær hafa eitthvað um málið að segja. Það er líka hættuleg pólitík að virða að vettugi leyfi sem gefin hafa verið fyrir ákveðnum framkvæmdum eins og efnisflutningum á Vestursvæðin. Það er ennþá hættulegra ef við sofnum á verðinum og virðum þannig umhverfið að vettugi. Umhverfið er eign til framtíðar og varðar okkur öll og afkomendur okkar. Það skiptir ekki öllu máli að fá eitthvað „ódýrt“ á kostnað náttúrunnar, heldur að hafa vel útfærða framkvæmdaáætlun og frágengið skipulag og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Þess sakna ég hjá bæjarstjóra Seltirninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi fólks nýtir náttúru og umhverfi á Seltjarnarnesi sér til heilsubótar og ánægju enda um einstök lífsgæði að ræða. Innan bæjarlandsins eru margar náttúruperlur og menningarminjar sem standa þarf vörð um, vegna sérstöðu þeirra og gildis til útivistar og upplifunar fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið á undanförnum árum í umhverfismálum og sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umgangast umhverfið af virðingu og náttúran fái að njóta vafans sem upp kemur. Umhverfismálin eru til úrlausnar vegna nútíðar og framtíðar. Þetta á við um undirbúning og ákvarðanir um framkvæmdir sem hafa áhrif á náttúruna og vandlega þarf að huga að öllu sem það varðar. Umhverfisnefnd Seltjarnarness leggur áherslu á að þessu sé fylgt og kemur í erindisbréfi hennar kemur fram að eitt meginhlutverk nefndarinnar sé, „að leggja mat á umhverfisáhrif af völdum mannvirkjagerðar, landnýtingar, mengunar og efnistöku í sveitarfélaginu þar sem löggjöf kveður á um mat á umhverfisáhrifum“.Eru Vestursvæðin geymslusvæði fyrir ódýrt efni? Það þurfa því að liggja fyrir skýrar ástæður þegar ákvarðanir eru teknar sem spilla gersemum náttúrunnar. Því er ekki skrýtið að margir Seltirningar velti vöngum yfir stærðarinnar moldarhaugum og grjóthnullungum sem gnæfa yfir Vestursvæðin norðanverð, sem eru e.k. sveit okkar Seltirninga, á svæði sem samkvæmt skipulagi á að njóta hverfisverndar. Umhverfisnefnd var gert að taka til umfjöllunar leyfi um haugsetningu á Vestursvæðum þar sem ódýr möl hafði fallið til og fljótt þurfti að bregðast við. Umhverfisvernd veitti tímabundið leyfi til að haugsetja þarna efni með ströngum skilmálum. Því miður var á engan hátt farið eftir skilmálum umhverfisnefndar. Magnið var margfalt meira en um var getið og á engan hátt fylgt skilmálum þar sem stórgrýti og moldarruðningur hefur komið í stað malarinnar sem nýtt er. Enn er gríðarlegt magn efnis á þessu svæði og því skilmálar nefndarinnar um magn og tímasetningar að engu virtir. Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur lagt ríka áherslu á í allri sinni ákvarðanatöku að faglega sé staðið að framkvæmdum með tilliti til umhverfisins. Það er því miður ekki alveg þannig farið í ákvarðanatöku hjá bæjarstjóra og virðist sem skilaboðin séu að fylgja ekki skilyrðum fagnefnda og jafnvel að taka ákvarðanir í viðkvæmum málum án aðkomu þeirra, með þeim rökum að efnið sé „ódýrt“ og komi bæjarbúum til góða. Þannig er virt að vettugi það vinnuferli sem fylgja ber og staðfest er í bæjarmálasamþykkt og erindisbréfum fagnefnda og þetta á við í fleiri tilfellum en einungis á Vestursvæðunum.Hvernig stjórnsýslu viljum við? Það er hættuleg pólitík þegar gengið er fram hjá fagnefndum og ákvarðanir teknar áður en þær hafa eitthvað um málið að segja. Það er líka hættuleg pólitík að virða að vettugi leyfi sem gefin hafa verið fyrir ákveðnum framkvæmdum eins og efnisflutningum á Vestursvæðin. Það er ennþá hættulegra ef við sofnum á verðinum og virðum þannig umhverfið að vettugi. Umhverfið er eign til framtíðar og varðar okkur öll og afkomendur okkar. Það skiptir ekki öllu máli að fá eitthvað „ódýrt“ á kostnað náttúrunnar, heldur að hafa vel útfærða framkvæmdaáætlun og frágengið skipulag og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Þess sakna ég hjá bæjarstjóra Seltirninga.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun