Skartgripir og nærbuxur sem eiga að koma í veg fyrir nauðgun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. maí 2014 21:13 Markhópur fyrirtækjanna virðist vera ungar konur. Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear. Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear.
Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira