Sveinbjörg var með góða forystu eftir fyrstu fjórar keppnisgreinarnar í gær og hún hélt áfram þar sem frá horfið í dag.
Sveinbjörg hóf daginn á að vinna langstökkskeppnina, þar sem hún stökk 5,99 metra. Hún hafnaði í öðru sæti í spjótkasti, með kasti upp á 38,55 metra og varð loks þriðja í 800m hlaupi, en hún kom í mark á 2:20,50 mínútum.
Sveinbjörg fékk alls 5723 stig, sem er glæsilegur árangur. Hún bætti sig 250 stig og var aðeins 155 stigum frá Íslandsmeti Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur.



