Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 0-1 | Fyrsta tap Þórs/KA Ólafur Haukur Tómasson skrifar 24. júní 2014 16:08 Vísir/Andri Marinó Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira