Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2014 09:15 Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Myndin til hægri er frá Landsmóti hestamanna. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“ Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“
Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14