Sluppu þrátt fyrir sprengingar á neðri hæðinni Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2014 13:39 Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, segist gera ráð fyrir að starfsemi fari á fullt eftir sumarfrí. Vísir/Andri Marínó „Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, sem er til húsa á annarri og þriðju hæð í Skeifunni 11b, sama húsi og Rekstrarland sem fór mjög illa í brunanum í gær. Miklar sprengingar urðu í húsnæði Rekstrarlands. „Eftir að við fengum að koma inn í húsnæðið okkar og skoða þá lítur þetta allt betur út. Við erum með margar kennslustofur og þar af eru tvær eða þrjár sem eru illa farnar. Allur miðlægur búnaður virðist hins vegar hafa sloppið. Það eru einhverjar vatnsskemmdir á gólfi og svo þurfti að rjúfa þakið hérna á þriðju hæðinni til að dæla niður. Það þarf því að skipta um gólfefni.“ Starfsemi Promennt er í algeru lágmarki yfir sumartímann en Guðmundur segist eiga von á að geta haldið starfseminni áfram um miðjan ágúst. „Við vorum að klára að meta það með tryggingafélaginu og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að við verðum hér á fullu þegar skóli hefst í lok ágúst.“ Guðmundur segist gríðarlega þakklátur lögreglu og slökkviliði fyrir að hafa náð að bjarga framhúsinu. „Hitt stóð allt í ljósum logum. Þeir einbeittu sér því að bjarga framhúsinu og það virðist hafa tekist ótrúlega vel hjá þeim. Þeir náðu að bjarga því sem bjarga varð. Það starf ásamt utanaðkomandi þáttum eins og veðri og vindátt, gerir það að verkum að við náum að hefja fulla starfsemi á ný í haust.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, sem er til húsa á annarri og þriðju hæð í Skeifunni 11b, sama húsi og Rekstrarland sem fór mjög illa í brunanum í gær. Miklar sprengingar urðu í húsnæði Rekstrarlands. „Eftir að við fengum að koma inn í húsnæðið okkar og skoða þá lítur þetta allt betur út. Við erum með margar kennslustofur og þar af eru tvær eða þrjár sem eru illa farnar. Allur miðlægur búnaður virðist hins vegar hafa sloppið. Það eru einhverjar vatnsskemmdir á gólfi og svo þurfti að rjúfa þakið hérna á þriðju hæðinni til að dæla niður. Það þarf því að skipta um gólfefni.“ Starfsemi Promennt er í algeru lágmarki yfir sumartímann en Guðmundur segist eiga von á að geta haldið starfseminni áfram um miðjan ágúst. „Við vorum að klára að meta það með tryggingafélaginu og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að við verðum hér á fullu þegar skóli hefst í lok ágúst.“ Guðmundur segist gríðarlega þakklátur lögreglu og slökkviliði fyrir að hafa náð að bjarga framhúsinu. „Hitt stóð allt í ljósum logum. Þeir einbeittu sér því að bjarga framhúsinu og það virðist hafa tekist ótrúlega vel hjá þeim. Þeir náðu að bjarga því sem bjarga varð. Það starf ásamt utanaðkomandi þáttum eins og veðri og vindátt, gerir það að verkum að við náum að hefja fulla starfsemi á ný í haust.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00