Landsmótið sett í blíðskaparveðri Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar 3. júlí 2014 22:40 Frá setningu mótsins á Gaddstaðaflötum í kvöld. Vísir/SKS Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum: Hestar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum:
Hestar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira