Hannes: Þarf að lækka þennan fæðis- og ferðakostnað Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2014 15:28 „Kostnaðurinn í Dominos-deild karla á síðasta ári var 85.000 krónur á leikinn í deildarkeppninni og 117.000 krónur í úrslitakeppninni. Heildardómarakostnaðurinn var 14 milljónir.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við ArnarBjörnsson, en eins og Fréttablaðið greindi frá í dag vilja forráðamenn félaganna í landinu lækka dómarakostnaðinn, meðal annars til að standa undir kostnaði af heimaleikjum. „Ég held að menn geti staðið undir þessu, en við þurfum að finna leið til að gera það. Þetta er bara einn hluti af partur af mörgum hjá okkur. Þetta er eitt af því sem þú býrð við þegar þú ert með íþróttina um allt landið,“ segir Hannes. „Ferða- og fæðiskostnaður er eitthvað sem er öllum íþróttafélögum mikill baggi - sérstaklega á landsbyggðinni. Þarna verða menn að reyna að standa saman og reyna að finna lausn til þess að lækka þessa tölu.“ Dómarakostnaðurinn er eitthvað sem knattspyrnufélögin þurfa ekki að hafa áhyggjur af því KSÍ borgar hann. „Við erum ekki svo heppin. Það er líka eitt okkar helsta baráttumál - að vinna með Alþjóðlega sambandinu okkar. Stundum fáum við 0 krónur og stundum 2-3 milljónir.“ „Þetta er flóknara í körfuboltanum hvað varðar hvernig peningarnir skila sér inn í hreyfinguna. Ef við tökum Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem dæmi þá er hún hjá UEFA. Á meðan að helsti gullkálfurinn í körfunni, NBA, er rekið af einkaaðilum og kemur ekki nálægt Alþjóða sérsambandinu. Sama með Meistaradeild Evrópu í körfubolta. Hún er líka í eigu einkaaðila. En það er okkar baráttumál að fá meiri pening þaðan,“ segir Hannes. Í heildina eru allir sáttir við launakostnað dómarannna í körfuboltanum, en það eru gjöld fyrir ferðir og fæði sem félögin ráða ekki við. „Í rauninni má segja að allir séu sammála um að sú tala sé eitthvað sem er ásættanleg. Það er þessi ferða- og fæðiskostnaður sem verið er að reyna að lækka. Við höfum lækkað hann með því að semja við bílaleiguna Hertz. En við erum að vinna í þessu áfram.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Körfuboltafélög ná ekki upp í dómarakostnað með tekjum af heimaleikjum. Blóðugt að borga þremur mönnum sama pening og fæða má heilt lið með. 2. júlí 2014 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
„Kostnaðurinn í Dominos-deild karla á síðasta ári var 85.000 krónur á leikinn í deildarkeppninni og 117.000 krónur í úrslitakeppninni. Heildardómarakostnaðurinn var 14 milljónir.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við ArnarBjörnsson, en eins og Fréttablaðið greindi frá í dag vilja forráðamenn félaganna í landinu lækka dómarakostnaðinn, meðal annars til að standa undir kostnaði af heimaleikjum. „Ég held að menn geti staðið undir þessu, en við þurfum að finna leið til að gera það. Þetta er bara einn hluti af partur af mörgum hjá okkur. Þetta er eitt af því sem þú býrð við þegar þú ert með íþróttina um allt landið,“ segir Hannes. „Ferða- og fæðiskostnaður er eitthvað sem er öllum íþróttafélögum mikill baggi - sérstaklega á landsbyggðinni. Þarna verða menn að reyna að standa saman og reyna að finna lausn til þess að lækka þessa tölu.“ Dómarakostnaðurinn er eitthvað sem knattspyrnufélögin þurfa ekki að hafa áhyggjur af því KSÍ borgar hann. „Við erum ekki svo heppin. Það er líka eitt okkar helsta baráttumál - að vinna með Alþjóðlega sambandinu okkar. Stundum fáum við 0 krónur og stundum 2-3 milljónir.“ „Þetta er flóknara í körfuboltanum hvað varðar hvernig peningarnir skila sér inn í hreyfinguna. Ef við tökum Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem dæmi þá er hún hjá UEFA. Á meðan að helsti gullkálfurinn í körfunni, NBA, er rekið af einkaaðilum og kemur ekki nálægt Alþjóða sérsambandinu. Sama með Meistaradeild Evrópu í körfubolta. Hún er líka í eigu einkaaðila. En það er okkar baráttumál að fá meiri pening þaðan,“ segir Hannes. Í heildina eru allir sáttir við launakostnað dómarannna í körfuboltanum, en það eru gjöld fyrir ferðir og fæði sem félögin ráða ekki við. „Í rauninni má segja að allir séu sammála um að sú tala sé eitthvað sem er ásættanleg. Það er þessi ferða- og fæðiskostnaður sem verið er að reyna að lækka. Við höfum lækkað hann með því að semja við bílaleiguna Hertz. En við erum að vinna í þessu áfram.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Körfuboltafélög ná ekki upp í dómarakostnað með tekjum af heimaleikjum. Blóðugt að borga þremur mönnum sama pening og fæða má heilt lið með. 2. júlí 2014 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Körfuboltafélög ná ekki upp í dómarakostnað með tekjum af heimaleikjum. Blóðugt að borga þremur mönnum sama pening og fæða má heilt lið með. 2. júlí 2014 07:00