UFC býður fjölmiðlum og meðlimum í aðdáendaklúbbi UFC að fylgjast með opinni æfingu þeirra bardagamanna sem berjast á aðal hluta bardagakvöldsins. Hver bardagamaður æfði í mesta lagi 15 mínútur og tóku bardagamenn létt á því.
Gunnar Nelson fékk frábærar viðtökur meðal aðdáenda og ljóst að heimamenn eru gríðarlega spenntir fyrir því að sjá Gunnar berjast aftur í Dublin en Gunnar barðist síðast í Dublin í febrúar 2012. Myndband af æfingunni má sjá hér.
Heimamaðurinn Conor McGregor fékk að sjálfsögðu frábærar móttökur líka en hann er ein vinsælasta íþróttastjarnan þar í landi.
Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift áwww.365.is.
Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.







