Aðeins þrír dagar eru í bardaga Gunnars Nelson gegn Zak Cummings. Bardaginn fer fram í Dublin og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Í dag er stóri fjölmiðladagurinn fyrir bardagana þar sem bardagamenn sitja fyrir svörum. Gunnar Nelson verður viðstaddur blaðamannafund eins og allir átta bardagamennirnir sem berjast í aðalhluta bardagakvöldsins kl. 17 að staðartíma. Í kvöld er svo opin æfing fyrir fjölmiðla og aðdáendur þar sem hver bardagamaður æfir í 15 mínútur og mætir svo andstæðingi sínum í búrinu augliti til auglits.
Í herbúðum Gunnars er allt með kyrrum kjörum enda komin ágætis reynsla í hópinn eftir þrjá UFC bardaga. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Gunnar Nelson deila herbergi næstu daga en fengu í upphafi einungis hjónarúm til að deila. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt gerist hjá þeim félögum en komin er lausn á þeim óþægindum og fá þeir auka bedda inn til sín.
Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
