Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 11:34 Þessa mynd birti Björk og hvatti vini sína til að kaupa ekki þessar tilteknu kryddjurtir Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira