Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. júlí 2014 22:45 Matt Brown lét Erick Silva finna vel fyrir því í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira
Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn