Fyrsti Þjóðhátíðarþáttur heimsborgarans Níels Thiebaud Girerd á Vísi.
Nilli er kallaður til leiks af forstjóra 365 til að gera úttekt á Vestmannaeyjum. „Sævar vantaði vanan mann í vandaða og fagurfræðilega fjölmiðlaumfjöllun um þessa hátíð í Eyjum,“ segir Nilli, sem kýs að kalla þættina sína Foie gras og le dalur.
Nilli fer á stúfana og hittir fjöldan allan af frábæru fólki sem hefur frá ýmsu að segja um Vestmannaeyjar og menninguna á Þjóðhátíð.
Fyrst er stefnan sett á hljómsveitina Loga og rótara þeirra, Pál Magnússon. Síðan hittir hann Jón Jónsson, sem syngur Þjóðhátíðarlagið.
Björn Jörundur segir frá leyndarmáli Lundans, Sigga Beinteins man ekkert eftir sínu Þjóðhátíðarlagi og Gunni í Skítamóral vísar veginn. Þá er Sigga Kling viss um að Nilli eigi eftir að slá í gegn í Eyjum.
Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal við Nilla sem birtist í Íslandi í dag. Von er á fleiri þáttum frá Nilla á næstu dögum.
