Loksins fær Jessica Lange heiðursverðlaun Kirk Douglas 31. júlí 2014 16:30 The Santa Barbara International Film Festival tilkynnti í gær að leikkonan Jessica Lange myndi hljóta hin árlegu Kirk Douglas verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á ferlinum. Verðlaunin verða veitt Lange þann 16. nóvember næstkomandi, hugsanlega af Douglas sjálfum. Lange hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun og tvisvar Emmy-verðlaun. „Jessica Lange býr yfir þremur lykilkostum þess að gera það gott í þessum fáránlega iðnaði, hæfileikum, fegurð og greind,“ segir Douglas um kollega sinn. Douglas verður 98 ára gamall viku fyrir viðburðinn. Verðlaunin eru veitt í níunda sinn í ár en áður hafa hlotið viðurkenninguna Kirk Douglas sjálfur, Harrison Ford, Quentin Tarantino, John Travolta, Ed Harris, sonur Douglas, Michael Douglas, Robert De Niro, og á síðasta ári, Forest Whitaker. Lange sem er 65 ára var tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrr í mánuðinum sem besta leikkona í míníseríu fyrir leik sinn í American Horror Story: Coven. Jessica Lange er ein virtasta leikkona sinnar kynslóðar. Hún hefur sex sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, en hlaut fyrst Óskarinn fyrir leik sinn í hinni klassísku Tootsie frá árinu 1982 og síðan fyrir leik sinn í Blue Sky árið 1994. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
The Santa Barbara International Film Festival tilkynnti í gær að leikkonan Jessica Lange myndi hljóta hin árlegu Kirk Douglas verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á ferlinum. Verðlaunin verða veitt Lange þann 16. nóvember næstkomandi, hugsanlega af Douglas sjálfum. Lange hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun og tvisvar Emmy-verðlaun. „Jessica Lange býr yfir þremur lykilkostum þess að gera það gott í þessum fáránlega iðnaði, hæfileikum, fegurð og greind,“ segir Douglas um kollega sinn. Douglas verður 98 ára gamall viku fyrir viðburðinn. Verðlaunin eru veitt í níunda sinn í ár en áður hafa hlotið viðurkenninguna Kirk Douglas sjálfur, Harrison Ford, Quentin Tarantino, John Travolta, Ed Harris, sonur Douglas, Michael Douglas, Robert De Niro, og á síðasta ári, Forest Whitaker. Lange sem er 65 ára var tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrr í mánuðinum sem besta leikkona í míníseríu fyrir leik sinn í American Horror Story: Coven. Jessica Lange er ein virtasta leikkona sinnar kynslóðar. Hún hefur sex sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, en hlaut fyrst Óskarinn fyrir leik sinn í hinni klassísku Tootsie frá árinu 1982 og síðan fyrir leik sinn í Blue Sky árið 1994.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein