Skiptar skoðanir um öryggi þess að fljúga yfir Írak

British Airways og Etihad Airways eru á meðal þeirra sem hafa haldið áfram að fljúga farþegaþotum yfir Írak á meðan Air France og Virgin Atlantic hafa stöðvað allar flugferðir yfir landið. Emirates hyggst gera slíkt hið sama og Qantas flugfélagið tilkynnti í gær að það myndi ekki fljúga yfir Írak, að því er fram kemur í Financial Times.
Mörg flugfélög sem fljúga á milli evrópskra og asískra borga fljúga yfir Írak þar sem íraska stjórnin berst við uppreisnarmenn undir forystu ISIS-samtakanna, sem stjórna stórum hluta norður- og vesturhluta landsins. Flest flugfélaganna framkvæma sitt eigið áhættumat en deila því ekki með öðrum flugfélögum.
Skiptar skoðanir á öryggi þessar flugleiðar hefur valdið því að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið út tilmæli til þarlendra flugfélaga að fljúga hærra yfir Írak vegna hættunnar sem fylgir átökum sem þar geisa. Bandaríska flugmálastofnunin hækkaði fyrir helgi flughæðina úr 20 þúsund fetum í 30 þúsund fet.
Tengdar fréttir

Stjórnarherinn í Írak endurheimtir Tíkrit
Stjórnarherinn í Írak gerði í dag áhlaup á hersveitir uppreisnarmanna öfgasamtakanna ISIS í borginni Tíkrit í norðurhluta landsins, og er borgin nú á valdi stjórnarhersins. Talið er að um 60 liðsmenn ISIS hafi fallið í árásinni.

Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu
Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag.

Vígamenn ná annarri borg á sitt vald
Vígamenn súnníta í Isis samtökunum hafa náð borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks, að því er íbúar segja.

Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu neita sök
Segjast ekki búa yfir flugskeytum sem gætu skotið niður flugvél í jafn mikilli hæð og MH17 var í.

Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu
Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins.

Flugskeytið kom frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna
Barack Obama segir flugskeytið hafa komið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóti stuðnings Rússa í Úkraínu.

Emirates hættir að fljúga yfir Írak
Írak er í alfaraflugleið flugvéla á leið milli Asíu og Evrópu. Flugfélög eru að enduskoða áætlanir sínar eftir að MH 17 var skotin niður í Úkraínu.

Ísis sækir í sig veðrið í Írak
Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu.

Bandaríkin og Íran íhuga að ræða ástandið í Írak
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og í Íran eru nú að íhuga að efna til beinna viðræðna vegna ástandsins í Írak. Ríkin tvö hafa lengi eldað grátt silfur en sókn ISIS hreyfingarinnar í Írak gæti gefið þeim tilefni til að slíðra sverðin og sameinast í baráttunni gegn samtökunum.

Ríkasta hermdarverkasveit í heimi
Óvinsældir stjórnvalda í Írak meðal súnníta í landinu og þrautþjálfaðir hermenn, sem reknir voru úr þjóðarhernum við fall Saddams Hussein, er meðal þess sem getur skýrt skjótan uppgang hinna herskáu ISIS-manna, að mati átakafræðings.

Fimmtíu milljónir manna á flótta
Flóttamenn í heiminum hafa ekki verið fleiri síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.