Með tvö hundruð vinabeiðnir og frægur í Þýskalandi Bjarki Ármannsson skrifar 15. ágúst 2014 15:05 Davíð var í fríi með Lindu konu sinni og tveimur dætrum. „Þetta hefur farið mjög vel með mig,“ segir Davíð Aron Guðnason flugvirki sem vakti athygli fjölmiðla fyrr í sumar eftir að hann gerði við farþegaflugvél sem átti að flytja hann, konu hans og dætur frá Spáni til Íslands. Engan flugvirkja var að finna þegar vélin átti að fara á loft og útlit fyrir að margra klukkutíma seinkun yrði á fluginu þegar Davíð tók til sinna ráða. „Ég fékk bara þakkarbréf og blómvönd frá flugfélaginu,“ segir Davíð. „Og rauðvínsflaska fylgdi með.“ Primera air hefði líklega þurft að bóka hótelherbergi fyrir farþegana hundrað og áttatíu, hefði aðstoðar Davíðs ekki notið við. Hann fékk þó enga frímiða fyrir reddinguna. „Ég skal nú alveg viðurkenna að ég var að vonast eftir því,“ segir hann léttur í bragði. „En ég er alveg sáttur.“Frægur í Þýskalandi Sagan af íslenska farþeganum sem gerði við eigin flugvél rataði í fjölmiðla víðsvegar um Evrópu, meðal annars á vef þýska dagblaðsins Bild. „Þetta er búið að fara víða og ég er kominn með einhverjar tvö hundruð vinabeiðnir á Facebook, allt frá útlendingum,“ segir Davíð. „Ég á vinkonur í Þýskalandi sem eru báðar búnar að segja mér hvað það er gaman að eiga vin sem er frægur í Þýskalandi. Það er bara gaman að því.“ Þrátt fyrir að sagan hafi slegið svona rækilega í gegn, segir Davíð athyglina ekki angra sig neitt. „Ég átti aldrei von á því að það yrði gert svona mikið úr þessu, en þetta er náttúrulega bara jákvæð frétt og skemmtileg.“ Tengdar fréttir Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
„Þetta hefur farið mjög vel með mig,“ segir Davíð Aron Guðnason flugvirki sem vakti athygli fjölmiðla fyrr í sumar eftir að hann gerði við farþegaflugvél sem átti að flytja hann, konu hans og dætur frá Spáni til Íslands. Engan flugvirkja var að finna þegar vélin átti að fara á loft og útlit fyrir að margra klukkutíma seinkun yrði á fluginu þegar Davíð tók til sinna ráða. „Ég fékk bara þakkarbréf og blómvönd frá flugfélaginu,“ segir Davíð. „Og rauðvínsflaska fylgdi með.“ Primera air hefði líklega þurft að bóka hótelherbergi fyrir farþegana hundrað og áttatíu, hefði aðstoðar Davíðs ekki notið við. Hann fékk þó enga frímiða fyrir reddinguna. „Ég skal nú alveg viðurkenna að ég var að vonast eftir því,“ segir hann léttur í bragði. „En ég er alveg sáttur.“Frægur í Þýskalandi Sagan af íslenska farþeganum sem gerði við eigin flugvél rataði í fjölmiðla víðsvegar um Evrópu, meðal annars á vef þýska dagblaðsins Bild. „Þetta er búið að fara víða og ég er kominn með einhverjar tvö hundruð vinabeiðnir á Facebook, allt frá útlendingum,“ segir Davíð. „Ég á vinkonur í Þýskalandi sem eru báðar búnar að segja mér hvað það er gaman að eiga vin sem er frægur í Þýskalandi. Það er bara gaman að því.“ Þrátt fyrir að sagan hafi slegið svona rækilega í gegn, segir Davíð athyglina ekki angra sig neitt. „Ég átti aldrei von á því að það yrði gert svona mikið úr þessu, en þetta er náttúrulega bara jákvæð frétt og skemmtileg.“
Tengdar fréttir Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40