UFC Fight Night í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 22:15 Henderson og dos Anjos í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara. MMA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara.
MMA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira