Nú er hægt að fylgjast með gosinu í Holuhrauni í beinni í gegnum vefmyndavél Mílu á Bárðarbungu. Gosið sem hófst um klukkan fimm í nótt er staðsett á sömu sprungu og eldgosið sem hófst síðasta föstudag, en er þó heldur stærra. Þetta er þriðja eldgosið á Bárðarbungusvæðinu á rúmri viku.
Hægt er að fylgjast með gosinu í spilaranum hér fyrir ofan.
