Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð við stóru orðin, enn og aftur, er hann mætti Dustin Poirier í Las Vegas.
Margir héldu að Poirier myndi lækka rostann í Íranum kjaftfora en sú varð heldur betur ekki raunin.
Líkt og venjulega hafði McGregor lofað því að rota andstæðing sinn í fyrstu lotu og það er nákvæmlega það sem hann gerði.
Í raun tók það McGregor ekki nema tæpar tvær mínútur að afgreiða Poirier.
„Ég rota ekki bara andstæðinga mína. Ég vel í hvaða lotu ég geri það," sagði McGregor eftir bardagann en þetta var tólfti sigur hans í röð og sá fjórði í UFC.
„Það sem þessir strákar fatta ekki er að þetta er allt annar leikur þegar þeir fá högg frá mér."
McGregor óskaði síðan eftir því að fá að keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigtinni. Hver veit nema honum verði að ósk sinni.
McGregor afgreiddi Poirier í fyrstu lotu

Tengdar fréttir

Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus
Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum.

UFC 178: Conor McGregor berst í kvöld
Einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag, Íslandsvinurinn Conor McGregor, mætir Dustin Poirier í rosalegum bardaga á UFC 178 í kvöld.

Gunnar: Conor gengur frá honum snemma
Íslandsvinurinn og vélbyssukjafturinn Conor McGregor verður á Stöð 2 Sport í nótt í bardaga í Las Vegas.