Umfjöllun og viðtal: Valur - Keflavík 70-73 | Keflavík tók titilinn Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 27. september 2014 00:01 Úr leik liðanna í fyrra. Keflavík varð í dag Lengjubikarmeistari kvenna eftir þriggja stiga sigur á Val, 70-73, í úrslitaleik í Ásgarði. Valskonur byrjuðu leikinn betur og leiddu nær allan fyrsta leikhluta. Joanna Harden hélt uppteknum hætti frá því í undanúrslitunum, en hún var stigahæst í liði Vals eftir fyrsta leikhluta með 11 stig. Harden var dugleg að koma sér á vítalínuna, en sjö af 15 stigum hennar í fyrri hálfleik komu þaðan. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 23-16, en hún breyttist lítið í öðrum leikhluta. Báðum liðum gekk bölvanlega í sóknarleiknum. Tapaðir boltar voru mýmargir - 13 hjá Val og 15 hjá Keflavík - og skotnýting liðanna var döpur. Keflavíkurkonur hittu t.a.m. ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik, en skotnýting þeirra í hálfleiknum var aðeins 22%. Skotnýting var ekki mikið skárri hjá Val, eða 31%. Keflavíkurkonur spiluðu grimma pressuvörn sem gerði Valskonum erfitt fyrir, en sóknarleikurinn fylgdi ekki með hjá stelpunum hans Sigurðar Ingimundarsonar. Staðan í hálfleik var 31-26, Val í vil, en liðunum tókst aðeins að skora 18 stig samanlagt í öðrum leikhluta. Harden var stigahæst Valskvenna í fyrri hálfleik með 15 stig. Guðbjörg Sverrisdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir komu næstar með fjögur stig hvor. Sú síðarnefnda tók einnig fimm fráköst, líkt og Ragnheiður Benónísdóttir.Sara Rún Hinriksdóttir var efst á blaði hjá Keflavík með níu stig, sex fráköst og fjóra stolna bolta. Carmen Tyson-Thomas kom næst með fimm stig og fimm fráköst, en hún hafði hægt um sig í fyrri hálfleik. Keflavíkurkonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og um miðjan þriðja leikhluta kom Tyson-Thomas Keflavík í fyrsta sinn yfir frá því í stöðunni 0-2. Keflavíkurkonur héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og þær náðu mest níu stiga forystu. Sóknarleikurinn gekk miklu betur en í fyrri hálfleik og til marks um það tapaði Keflavík boltanum aðeins tvisvar í þriðja leikhluta. Tyson-Thomas komst einnig betur inn í leikinn og Bríet Sif Hinriksdóttir skilaði góðu framlagi af bekknum. Varnarleikur Keflavíkur var áfram sterkur og sóknarleikur Vals hrökk í enn meiri baklás en í öðrum leikhluta. Það hjálpaði heldur ekki til upp á sakirnar hjá Val að Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Guðbjörg voru komnar með fjórar villur. Staðan var 49-55, Keflavík í vil, fyrir lokaleikhlutann, en þá var komið að þætti Joönnu Harden. Hún skoraði tólf fyrstu stig Vals í leikhlutanum og sá til þess að leikurinn rynni Valskonum ekki úr greipum. Aðrir leikmenn Vals ákváðu að fylgja fordæmi Harden og þá sérstaklega Fanney sem kom Hlíðarendakonum yfir í fyrsta sinn í langan tíma, 68-67, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. En Keflavíkurkonur reyndust sterkari á lokamínútum. Þar munaði mikið um framlag Ingunnar Emblu Kristínardóttur sem skoraði fjögur af síðustu sex stigum Keflavíkur. Tyson-Thomas kláraði svo leikinn með því að setja niður tvö vítaskot. Lokatölur 70-73, Keflavík í vil. Sara Rún var stigahæst í Keflavíkurliðinu með 20 stig, en hún tók einnig níu fráköst. Tyson-Thomas skoraði 16 stig, tók 15 fráköst, en skotnýting hennar var ekki góð (21%). Harden var langstigahæst í liði Vals með 38 stig, en 18 þeirra komu af vítalínunni. Ragnheiður kom næst með 10 stig og sjö fráköst.Valur-Keflavík 70-73 (23-16, 8-10, 18-29, 21-18)Valur: Joanna Harden 38/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 10/7 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/9 fráköst, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 20/9 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 16/15 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 6, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Sandra Lind Þrastardóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2, Elfa Falsdottir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0.Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Kristján HreiðarssonSigurður: Betra að vinna æfingaleiki en að tapa þeim Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn á Val í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag. „Þetta var hörkuleikur og skemmtilegur. Við vorum að spila mjög illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo spiluðum við ágætis vörn í seinni hálfleik og það reddaði þessu. „Við vorum með nýjan Kana (Carmen Tyson-Thomas) sem hefur ekkert spilað né æft með okkur, þannig að þetta fór svolítið allt út um allt. En þetta gekk á endanum,“ sagði Sigurður sem sagði eðlilegar ástæður fyrir því hversu stirður sóknarleikurinn var í fyrri hálfleik. „Sóknarleikurinn lagaðist í þriðja leikhluta og þær róuðu sig aðeins. Það er erfitt að fá leikmann inn sem hefur ekkert æft og þekkir ekki kerfin og fleira. En við ákváðum að halda áfram og sjá hvað myndi gerast.“ Sigurður var ánægður með þrautseigjuna í Keflavíkurliðinu. „Þetta eru ungar stelpur sem voru smá pirraðar yfir því að hafa ekki hitt í byrjun og þetta var smá vesen, en þetta eru karakterar og þær héldu áfram og ég er ánægður með það. „Það var líka gott fyrir svona ungt lið að ná að klára jafnan leik undir lokin. Valsliðið spilaði mjög vel og Kaninn þeirra (Joanna Harden) er mjög góður,“ sagði Sigurður, en sigurinn hlýtur að gefa Keflavíkurkonum sjálfstraust fyrir veturinn? „Já, já. Þetta er samt bara æfingamót og liðin leggja mismikið í þetta. Það er mikil vinna framundan hjá okkar liði, og öllum liðum. En það er miklu betra að vinna æfingaleiki en að tapa þeim,“ sagði Sigurður að lokum.Leik lokið | 70-73 | Valskonum tókst ekki að koma skoti á körfuna og Keflavík fagnar því sigri.40. mín | 70-73 | Tyson-Thomas setur bæði vítin niður. Það eru 2,6 sekúndur eftir og Valur á boltann. Þær geta jafnað leikinn með þristi.40. mín | 70-71 | Skot Harden geigar og Valskonur brjóta á Tyson-Thomas.40. mín | 70-71 | Ingunn kemur Keflavík einu stigi yfir. 15 sekúndur eftir. Valur á boltann.40. mín | 68-67 | Harden klikkar á tveimur vítaskotum. Ingunn Embla kemur sér á línuna í næstu sókn.39. mín | 68-67 | Fanney böðlar boltanum ofan í og kemur Val yfir í fyrsta sinn í langan tíma. Sigurður Ingimundarson tekur leikhlé.37. mín | 64-65 | Fanney minnkar muninn í eitt stig með þristi, en Hallveig svarar með körfu.36. mín |61-63 | Harden er óstöðvandi. Hún er búin að skora öll tólf stig Vals í fjórða leikhluta. Mögnuð frammistaða. 36 stig hjá Harden, en hún er hins vegar komin með fjórar villur.34. mín | 57-60 | Harden er í stuði þessa stundina. Hún er komin með átta stig í fjórða leikhluta.33. mín | 53-60 | Tyson-Thomas brýtur á Harden í þriggja stiga skoti. Undarleg ákvörðun.32. mín | 51-58 | Ingunn Embla Kristínardóttir skorar körfu góða og setur vítaskotið niður. Sjö stiga munur.Þriðja leikhluta lokið | 49-55 | Þessi var eign Keflavíkur. Sóknarleikurinn er miklu mun betri en í fyrri hálfleik og vörnin er áfram sterk. Bríet Sif hefur komið sterk inn, en hún skoraði sjö stig í leikhlutanum.30. mín | 47-55 | Bríet keyrir upp að körfu og kemur Keflavík átta stigum yfir.29. mín | 44-53 | Harden skorar körfu góða og setur vítaskotið niður. Valur þurfti á þessu að halda.28. mín | 42-51 | Valskonur eru varla með lífsmarki þessa stundina. Bríet Sif skorar sína aðra körfu.27. mín | 40-46| Fanney Lind Guðmunsdóttir skorar en Bríet Sif Hinriksdóttir svarar með þristi. Þeim fyrsta hjá Keflavík.26. mín | 37-38 | Tyson-Thomas kemur Keflavík yfir í fyrsta sinn frá því í stöðunni 0-2. Ragna Margét og Guðbjörg eru báðar komnar með fjórar villur hjá Val.23. mín | 35-34| Sara Rún með smekklega gabbhreyfingu og skorar. Eins stigs munur.22. mín | 33-30 | Tyson-Thomas finnur Söru Lind sem skorar. Þriggja stiga munur.Seinni hálfleikur hafinn | 31-26 | Sjáum hvað gerist í seinni hálfleiknum.Fyrri hálfleik lokið | 31-26 | Lokaskot Harden geigar. Fimm stig skilja liðin að í hálfleik. Harden er stigahæst Valskvenna með 15 stig, en hún hefur verið dugleg að fiska villur á Valskonur og koma sér á vítalínuna. Sara Rún er komin með níu stig hjá Keflavík.20. mín | 31-25 | Munurinn er kominn niður í sex stig. Hallveig Jónsdóttir skoraði áðan eftir hraðaupphlaup.19. mín | 31-23 | Leikhlé. Liðin eru aðeins búin að skora 14 stig samanlagt í öðrum leikhluta. Keflavík á enn eftir að hitta úr þriggja stiga skoti.18. mín | 29-21 | Sara Rún skorar sitt fyrsta stig í leikhlutanum af vítalínunni. Sóknarleikur Vals hefur aðeins hikstað síðustu mínútur.17. mín | 29-20| Tyson-Thomas skorar sín fyrstu stig.16. mín |29-18 | Keflavíkurkonur eru ekki enn búnar að skora þriggja stiga körfu úr sjö tilraunum. Sóknarleikurinn gengur ekki sem skyldi.14. mín | 29-16 | Guðbjörg stelur boltanum og skorar. 29-16. Keflavík er í vandræðum.13. mín |27-16| Ragna Margrét skorar sín fyrstu stig og kemur Val 11 stigum yfir.Fyrsta leikhluta lokið | 23-16 | Harden skorar tvö síðustu stig leikhlutans af vítalínunni. Fimm af ellefu stigum hennar hafa komið af vítalínunni. Sara Rún er stigahæst Keflavíkurkvenna með átta stig. Carmen Tyson-Thomas er ekki enn komin á blað hjá Keflavík.10. mín | 21-16 | Harden skorar og kemur Valskonum fimm stigum yfir.9. mín |16-14 | Sara setur niður tvö vítaskot. Nafna hennar, Lind Þrastardóttir, skoraði sína fyrstu körfu áðan.7. mín | 14-10 | Guðbjörg Sverrisdóttir brunar upp völlinn og skorar. Glæsilega gert.6. mín | 12-10| Harden sest á bekkinn. Hún er komin með fimm stig. Sara er stigahæst Keflavíkurkvenna með sex stig.5. mín | 9-8 | Sara með flotta hreyfingu og minnkar muninn í eitt stig.3. mín | 3-2 | Harden setur niður vítaskot. Ragna Margrét er komin með tvær villur hjá Val.2. mín | 0-2 | Sara skorar fyrstu stig leiksins af vítalínunni.Fyrir leik: Þetta fer að hefjast. Adolf Ingi er að lýsa á Sporttv og Fiskikóngurinn sér um tónlistina. Gæti verið verra.Fyrir leik: Sara Rún hefur verið atkvæðamest Keflavíkurkvenna í Lengjubikarnum, en hún er með flest stig (25,4), fráköst (12,4) og stoðsendingar (5,0) að meðaltali í leik.Fyrir leik: Harden er stigahæst Valskvenna í Lengjubikarnum með 25,8 stig að meðaltali í leik. Ragnheiður Benónínsdóttir hefur tekið flest fráköst (10,0) og Guðbjörg Sverrisdóttir (4,2) gefið flestar stoðsendingar.Fyrir leik: Valur lenti í 4. sæti Domino's deildarinnar í fyrra og tapaði svo fyrir Snæfelli í undanúrslitum. Keflavík var í 3. sæti, en laut í gras fyrir Haukum í undanúrslitum.Fyrir leik: Keflavík vann 11 stiga sigur á Haukum í hinum undanúrslitaleiknum, 94-83. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst Keflavíkurkvenna í leiknum með 26 stig, en hún tók einnig átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar.Fyrir leik: Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Íslandsmeistara Snæfells í undanúrslitunum á fimmtudaginn, 84-80. Joanna Harden fór fyrir Valskonum í leiknum, en hún skoraði 36 stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir kom næst með 16 stig og níu fráköst.Fyrir leik: Góðan og blessaðan daginn. Vísir heilsar frá Ásgarði þar sem úrslitaleikir Lengjubikarsins í körfubolta fara fram. Konurnar hefja leik, en það eru Valur og Keflavík sem mætast.Leiklýsing: Valur - Keflavík Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Keflavík varð í dag Lengjubikarmeistari kvenna eftir þriggja stiga sigur á Val, 70-73, í úrslitaleik í Ásgarði. Valskonur byrjuðu leikinn betur og leiddu nær allan fyrsta leikhluta. Joanna Harden hélt uppteknum hætti frá því í undanúrslitunum, en hún var stigahæst í liði Vals eftir fyrsta leikhluta með 11 stig. Harden var dugleg að koma sér á vítalínuna, en sjö af 15 stigum hennar í fyrri hálfleik komu þaðan. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 23-16, en hún breyttist lítið í öðrum leikhluta. Báðum liðum gekk bölvanlega í sóknarleiknum. Tapaðir boltar voru mýmargir - 13 hjá Val og 15 hjá Keflavík - og skotnýting liðanna var döpur. Keflavíkurkonur hittu t.a.m. ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik, en skotnýting þeirra í hálfleiknum var aðeins 22%. Skotnýting var ekki mikið skárri hjá Val, eða 31%. Keflavíkurkonur spiluðu grimma pressuvörn sem gerði Valskonum erfitt fyrir, en sóknarleikurinn fylgdi ekki með hjá stelpunum hans Sigurðar Ingimundarsonar. Staðan í hálfleik var 31-26, Val í vil, en liðunum tókst aðeins að skora 18 stig samanlagt í öðrum leikhluta. Harden var stigahæst Valskvenna í fyrri hálfleik með 15 stig. Guðbjörg Sverrisdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir komu næstar með fjögur stig hvor. Sú síðarnefnda tók einnig fimm fráköst, líkt og Ragnheiður Benónísdóttir.Sara Rún Hinriksdóttir var efst á blaði hjá Keflavík með níu stig, sex fráköst og fjóra stolna bolta. Carmen Tyson-Thomas kom næst með fimm stig og fimm fráköst, en hún hafði hægt um sig í fyrri hálfleik. Keflavíkurkonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og um miðjan þriðja leikhluta kom Tyson-Thomas Keflavík í fyrsta sinn yfir frá því í stöðunni 0-2. Keflavíkurkonur héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og þær náðu mest níu stiga forystu. Sóknarleikurinn gekk miklu betur en í fyrri hálfleik og til marks um það tapaði Keflavík boltanum aðeins tvisvar í þriðja leikhluta. Tyson-Thomas komst einnig betur inn í leikinn og Bríet Sif Hinriksdóttir skilaði góðu framlagi af bekknum. Varnarleikur Keflavíkur var áfram sterkur og sóknarleikur Vals hrökk í enn meiri baklás en í öðrum leikhluta. Það hjálpaði heldur ekki til upp á sakirnar hjá Val að Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Guðbjörg voru komnar með fjórar villur. Staðan var 49-55, Keflavík í vil, fyrir lokaleikhlutann, en þá var komið að þætti Joönnu Harden. Hún skoraði tólf fyrstu stig Vals í leikhlutanum og sá til þess að leikurinn rynni Valskonum ekki úr greipum. Aðrir leikmenn Vals ákváðu að fylgja fordæmi Harden og þá sérstaklega Fanney sem kom Hlíðarendakonum yfir í fyrsta sinn í langan tíma, 68-67, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. En Keflavíkurkonur reyndust sterkari á lokamínútum. Þar munaði mikið um framlag Ingunnar Emblu Kristínardóttur sem skoraði fjögur af síðustu sex stigum Keflavíkur. Tyson-Thomas kláraði svo leikinn með því að setja niður tvö vítaskot. Lokatölur 70-73, Keflavík í vil. Sara Rún var stigahæst í Keflavíkurliðinu með 20 stig, en hún tók einnig níu fráköst. Tyson-Thomas skoraði 16 stig, tók 15 fráköst, en skotnýting hennar var ekki góð (21%). Harden var langstigahæst í liði Vals með 38 stig, en 18 þeirra komu af vítalínunni. Ragnheiður kom næst með 10 stig og sjö fráköst.Valur-Keflavík 70-73 (23-16, 8-10, 18-29, 21-18)Valur: Joanna Harden 38/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 10/7 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/9 fráköst, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 20/9 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 16/15 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 6, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Sandra Lind Þrastardóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2, Elfa Falsdottir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0.Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Kristján HreiðarssonSigurður: Betra að vinna æfingaleiki en að tapa þeim Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn á Val í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag. „Þetta var hörkuleikur og skemmtilegur. Við vorum að spila mjög illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo spiluðum við ágætis vörn í seinni hálfleik og það reddaði þessu. „Við vorum með nýjan Kana (Carmen Tyson-Thomas) sem hefur ekkert spilað né æft með okkur, þannig að þetta fór svolítið allt út um allt. En þetta gekk á endanum,“ sagði Sigurður sem sagði eðlilegar ástæður fyrir því hversu stirður sóknarleikurinn var í fyrri hálfleik. „Sóknarleikurinn lagaðist í þriðja leikhluta og þær róuðu sig aðeins. Það er erfitt að fá leikmann inn sem hefur ekkert æft og þekkir ekki kerfin og fleira. En við ákváðum að halda áfram og sjá hvað myndi gerast.“ Sigurður var ánægður með þrautseigjuna í Keflavíkurliðinu. „Þetta eru ungar stelpur sem voru smá pirraðar yfir því að hafa ekki hitt í byrjun og þetta var smá vesen, en þetta eru karakterar og þær héldu áfram og ég er ánægður með það. „Það var líka gott fyrir svona ungt lið að ná að klára jafnan leik undir lokin. Valsliðið spilaði mjög vel og Kaninn þeirra (Joanna Harden) er mjög góður,“ sagði Sigurður, en sigurinn hlýtur að gefa Keflavíkurkonum sjálfstraust fyrir veturinn? „Já, já. Þetta er samt bara æfingamót og liðin leggja mismikið í þetta. Það er mikil vinna framundan hjá okkar liði, og öllum liðum. En það er miklu betra að vinna æfingaleiki en að tapa þeim,“ sagði Sigurður að lokum.Leik lokið | 70-73 | Valskonum tókst ekki að koma skoti á körfuna og Keflavík fagnar því sigri.40. mín | 70-73 | Tyson-Thomas setur bæði vítin niður. Það eru 2,6 sekúndur eftir og Valur á boltann. Þær geta jafnað leikinn með þristi.40. mín | 70-71 | Skot Harden geigar og Valskonur brjóta á Tyson-Thomas.40. mín | 70-71 | Ingunn kemur Keflavík einu stigi yfir. 15 sekúndur eftir. Valur á boltann.40. mín | 68-67 | Harden klikkar á tveimur vítaskotum. Ingunn Embla kemur sér á línuna í næstu sókn.39. mín | 68-67 | Fanney böðlar boltanum ofan í og kemur Val yfir í fyrsta sinn í langan tíma. Sigurður Ingimundarson tekur leikhlé.37. mín | 64-65 | Fanney minnkar muninn í eitt stig með þristi, en Hallveig svarar með körfu.36. mín |61-63 | Harden er óstöðvandi. Hún er búin að skora öll tólf stig Vals í fjórða leikhluta. Mögnuð frammistaða. 36 stig hjá Harden, en hún er hins vegar komin með fjórar villur.34. mín | 57-60 | Harden er í stuði þessa stundina. Hún er komin með átta stig í fjórða leikhluta.33. mín | 53-60 | Tyson-Thomas brýtur á Harden í þriggja stiga skoti. Undarleg ákvörðun.32. mín | 51-58 | Ingunn Embla Kristínardóttir skorar körfu góða og setur vítaskotið niður. Sjö stiga munur.Þriðja leikhluta lokið | 49-55 | Þessi var eign Keflavíkur. Sóknarleikurinn er miklu mun betri en í fyrri hálfleik og vörnin er áfram sterk. Bríet Sif hefur komið sterk inn, en hún skoraði sjö stig í leikhlutanum.30. mín | 47-55 | Bríet keyrir upp að körfu og kemur Keflavík átta stigum yfir.29. mín | 44-53 | Harden skorar körfu góða og setur vítaskotið niður. Valur þurfti á þessu að halda.28. mín | 42-51 | Valskonur eru varla með lífsmarki þessa stundina. Bríet Sif skorar sína aðra körfu.27. mín | 40-46| Fanney Lind Guðmunsdóttir skorar en Bríet Sif Hinriksdóttir svarar með þristi. Þeim fyrsta hjá Keflavík.26. mín | 37-38 | Tyson-Thomas kemur Keflavík yfir í fyrsta sinn frá því í stöðunni 0-2. Ragna Margét og Guðbjörg eru báðar komnar með fjórar villur hjá Val.23. mín | 35-34| Sara Rún með smekklega gabbhreyfingu og skorar. Eins stigs munur.22. mín | 33-30 | Tyson-Thomas finnur Söru Lind sem skorar. Þriggja stiga munur.Seinni hálfleikur hafinn | 31-26 | Sjáum hvað gerist í seinni hálfleiknum.Fyrri hálfleik lokið | 31-26 | Lokaskot Harden geigar. Fimm stig skilja liðin að í hálfleik. Harden er stigahæst Valskvenna með 15 stig, en hún hefur verið dugleg að fiska villur á Valskonur og koma sér á vítalínuna. Sara Rún er komin með níu stig hjá Keflavík.20. mín | 31-25 | Munurinn er kominn niður í sex stig. Hallveig Jónsdóttir skoraði áðan eftir hraðaupphlaup.19. mín | 31-23 | Leikhlé. Liðin eru aðeins búin að skora 14 stig samanlagt í öðrum leikhluta. Keflavík á enn eftir að hitta úr þriggja stiga skoti.18. mín | 29-21 | Sara Rún skorar sitt fyrsta stig í leikhlutanum af vítalínunni. Sóknarleikur Vals hefur aðeins hikstað síðustu mínútur.17. mín | 29-20| Tyson-Thomas skorar sín fyrstu stig.16. mín |29-18 | Keflavíkurkonur eru ekki enn búnar að skora þriggja stiga körfu úr sjö tilraunum. Sóknarleikurinn gengur ekki sem skyldi.14. mín | 29-16 | Guðbjörg stelur boltanum og skorar. 29-16. Keflavík er í vandræðum.13. mín |27-16| Ragna Margrét skorar sín fyrstu stig og kemur Val 11 stigum yfir.Fyrsta leikhluta lokið | 23-16 | Harden skorar tvö síðustu stig leikhlutans af vítalínunni. Fimm af ellefu stigum hennar hafa komið af vítalínunni. Sara Rún er stigahæst Keflavíkurkvenna með átta stig. Carmen Tyson-Thomas er ekki enn komin á blað hjá Keflavík.10. mín | 21-16 | Harden skorar og kemur Valskonum fimm stigum yfir.9. mín |16-14 | Sara setur niður tvö vítaskot. Nafna hennar, Lind Þrastardóttir, skoraði sína fyrstu körfu áðan.7. mín | 14-10 | Guðbjörg Sverrisdóttir brunar upp völlinn og skorar. Glæsilega gert.6. mín | 12-10| Harden sest á bekkinn. Hún er komin með fimm stig. Sara er stigahæst Keflavíkurkvenna með sex stig.5. mín | 9-8 | Sara með flotta hreyfingu og minnkar muninn í eitt stig.3. mín | 3-2 | Harden setur niður vítaskot. Ragna Margrét er komin með tvær villur hjá Val.2. mín | 0-2 | Sara skorar fyrstu stig leiksins af vítalínunni.Fyrir leik: Þetta fer að hefjast. Adolf Ingi er að lýsa á Sporttv og Fiskikóngurinn sér um tónlistina. Gæti verið verra.Fyrir leik: Sara Rún hefur verið atkvæðamest Keflavíkurkvenna í Lengjubikarnum, en hún er með flest stig (25,4), fráköst (12,4) og stoðsendingar (5,0) að meðaltali í leik.Fyrir leik: Harden er stigahæst Valskvenna í Lengjubikarnum með 25,8 stig að meðaltali í leik. Ragnheiður Benónínsdóttir hefur tekið flest fráköst (10,0) og Guðbjörg Sverrisdóttir (4,2) gefið flestar stoðsendingar.Fyrir leik: Valur lenti í 4. sæti Domino's deildarinnar í fyrra og tapaði svo fyrir Snæfelli í undanúrslitum. Keflavík var í 3. sæti, en laut í gras fyrir Haukum í undanúrslitum.Fyrir leik: Keflavík vann 11 stiga sigur á Haukum í hinum undanúrslitaleiknum, 94-83. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst Keflavíkurkvenna í leiknum með 26 stig, en hún tók einnig átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar.Fyrir leik: Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Íslandsmeistara Snæfells í undanúrslitunum á fimmtudaginn, 84-80. Joanna Harden fór fyrir Valskonum í leiknum, en hún skoraði 36 stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir kom næst með 16 stig og níu fráköst.Fyrir leik: Góðan og blessaðan daginn. Vísir heilsar frá Ásgarði þar sem úrslitaleikir Lengjubikarsins í körfubolta fara fram. Konurnar hefja leik, en það eru Valur og Keflavík sem mætast.Leiklýsing: Valur - Keflavík
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira