Ásgeir heimsækir meðal annars Danmörku, Noreg, Þýskaland, England og Frakkland en tónleikaferðalaginu lýkur í Ósló þann 9. desember.
Fjölmargir hafa skrifað línu til Ásgeirs á Facebook-síðu hans og lýsa yfir óánægju sinni með að tónlistarmaðurinn knái heimsæki ekki Svíþjóð.
„Sweden??? Koma svo Ásgeir, við þörfnumst þín,“ skrifar einn aðdáandi hans á meðan annar spyr hann hvað sé að Svíþjóð þar sem hann haldi enga tónleika í Svíþjóð en sex í Noregi. Nú er spurning hvort Ásgeir svarar bænakalli frænda okkar Svía.