Ráðherra talar tungum tveim Egill Þór Jónsson skrifar 9. október 2014 07:00 Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar