Del Bosque: Bjuggumst ekki við þessu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2014 09:30 Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Del Bosque. Vísir/Getty Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, kom sínum mönnum til varnar eftir tapið óvænta gegn Slóvakíu í Zilina í gær. Þetta var fyrsta tap Spánverja í undankeppni EM eða HM síðan þeir töpuðu fyrir Svíþjóð í október 2006. „Við bjuggumst ekki við þessu,“ sagði Del Bosque eftir leikinn. „Þetta var fyrsta tap okkar í 28 leikjum í undankeppni. Slóvakar gerðu okkur erfitt fyrir og unnu fyrir sigrinum. Við sýndum þolinmæði þegar við héldum boltanum, en við vorum ekki nógu góðir upp við markið og markvörðurinn þeirra spilaði vel. „Það finnst engum gaman að tapa, en það getur enginn sagt að við höfum ekki lagt okkur fram,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Del Bosque varði einnig fyrirliðann og markvörðinn Iker Casillas sem leit ekki vel út í fyrra marki Slóvaka sem Juraj Kucka skoraði. „Casillas varði vel í sókninni á undan. Ég sá markið ekki nógu vel af bekknum, en flugið á boltanum var skrítið og Iker var varnarlaus,“ sagði Del Bosque sem kom Diego Costa einnig til varnar, en framherjinn, sem hefur spilað frábærlega fyrir Chelsea á tímabilinu, hefur ekki enn skorað í sex landsleikjum fyrir Spán. „Costa er mjög ákveðinn í að standa sig. Við erum ánægðir með frammistöðu hans sem og viðhorfið.“ Spánverjar eru með þrjú stig í öðru sæti C-riðils, en Slóvakar sitja á toppnum með sex stig. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Öruggur sigur Englands | Spánverjar töpuðu í Slóvakíu Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld. 9. október 2014 20:45 26 landsleikir sýndir á sportstöðvunum næstu sex daga Undankeppni EM á sviðsljósið á næstu dögum bæði í fótboltaheiminum sem og á sportsstöðvum Stöð 2. Alls verða 26 landsleikir sýndir á næstu sex dögum, 25 í undankeppni EM og 1 í umspili um sæti á EM U21. 9. október 2014 14:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira
Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, kom sínum mönnum til varnar eftir tapið óvænta gegn Slóvakíu í Zilina í gær. Þetta var fyrsta tap Spánverja í undankeppni EM eða HM síðan þeir töpuðu fyrir Svíþjóð í október 2006. „Við bjuggumst ekki við þessu,“ sagði Del Bosque eftir leikinn. „Þetta var fyrsta tap okkar í 28 leikjum í undankeppni. Slóvakar gerðu okkur erfitt fyrir og unnu fyrir sigrinum. Við sýndum þolinmæði þegar við héldum boltanum, en við vorum ekki nógu góðir upp við markið og markvörðurinn þeirra spilaði vel. „Það finnst engum gaman að tapa, en það getur enginn sagt að við höfum ekki lagt okkur fram,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Del Bosque varði einnig fyrirliðann og markvörðinn Iker Casillas sem leit ekki vel út í fyrra marki Slóvaka sem Juraj Kucka skoraði. „Casillas varði vel í sókninni á undan. Ég sá markið ekki nógu vel af bekknum, en flugið á boltanum var skrítið og Iker var varnarlaus,“ sagði Del Bosque sem kom Diego Costa einnig til varnar, en framherjinn, sem hefur spilað frábærlega fyrir Chelsea á tímabilinu, hefur ekki enn skorað í sex landsleikjum fyrir Spán. „Costa er mjög ákveðinn í að standa sig. Við erum ánægðir með frammistöðu hans sem og viðhorfið.“ Spánverjar eru með þrjú stig í öðru sæti C-riðils, en Slóvakar sitja á toppnum með sex stig.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Öruggur sigur Englands | Spánverjar töpuðu í Slóvakíu Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld. 9. október 2014 20:45 26 landsleikir sýndir á sportstöðvunum næstu sex daga Undankeppni EM á sviðsljósið á næstu dögum bæði í fótboltaheiminum sem og á sportsstöðvum Stöð 2. Alls verða 26 landsleikir sýndir á næstu sex dögum, 25 í undankeppni EM og 1 í umspili um sæti á EM U21. 9. október 2014 14:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira
Öruggur sigur Englands | Spánverjar töpuðu í Slóvakíu Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld. 9. október 2014 20:45
26 landsleikir sýndir á sportstöðvunum næstu sex daga Undankeppni EM á sviðsljósið á næstu dögum bæði í fótboltaheiminum sem og á sportsstöðvum Stöð 2. Alls verða 26 landsleikir sýndir á næstu sex dögum, 25 í undankeppni EM og 1 í umspili um sæti á EM U21. 9. október 2014 14:30