Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 19:13 Bjarni, Kristinn og Guðmundur. Vísir/Vilhelm Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur fulla trú á því að Bjarni Guðjónsson sé rétti maðurinn til að taka við keflinu af Rúnari Kristinssyni. Rúnar hætti á dögunum sem þjálfari KR eftir fjögur og hálft ár í starfi þar sem hann skilaði samtals fimm stórum titlum í vesturbæinn. Bjarni var í dag ráðinn þjálfari liðsins aðeins rúmu ári eftir að hann lagði skóna á hilluna, þá sem laikmaður KR. Í sumar starfaði hann sem þjálfari Fram sem féll úr Pepsi-deild karla. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það,“ sagði Kristinn í samtali við KR. „Við horfum bara á okkur. Við erum KR - ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim.“ „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú.“ Kristinn bendir á að Rúnar hafi verið óreyndur þjálfari þegar KR réði hann á sínum tíma. „Ég man þegar ég fékk símtal frá ákveðnum manni árið 2010. Þá var ég að keyra í Ártúnsbrekkunni og við vorum nýbúnir að tapa fyrir FH, 4-0, í bikarnum. Hann spurði mig hvort við værum kolruglaðir og hvort það hefðu ekki verið mistök að láta Rúnar fá starfið. En hann hefur ekki hringt síðan.“ Guðmundur var síðast aðalþjálfari Breiðabliks eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar í nokkur ár. „Ég trúi því að bæði Bjarni og Guðmundur hafi fengið góða reynslu í sumar þegar þeir stigu inn á stóra sviðið. Það er svo okkar sem höldum þessu batteríi gangandi að styðja við þá í þeirra störfum og það ætlum við að gera.“ Í dag var einnig gengið frá ráðningu Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem tekur við 2. flokki karla auk þess að vera þeim Bjarna og Guðmundi innan handar. „Það sem heillar okkur við Óskar er að hann hefur mjög sterkar skoðanir og er fylginn sér. Ég held að hann eigi eftir að koma með góðar víddir inn í samstarf þeirra Bjarna og Guðmundar. Við erum mjög spenntir fyrir því að fá hann.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Sjá meira
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur fulla trú á því að Bjarni Guðjónsson sé rétti maðurinn til að taka við keflinu af Rúnari Kristinssyni. Rúnar hætti á dögunum sem þjálfari KR eftir fjögur og hálft ár í starfi þar sem hann skilaði samtals fimm stórum titlum í vesturbæinn. Bjarni var í dag ráðinn þjálfari liðsins aðeins rúmu ári eftir að hann lagði skóna á hilluna, þá sem laikmaður KR. Í sumar starfaði hann sem þjálfari Fram sem féll úr Pepsi-deild karla. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það,“ sagði Kristinn í samtali við KR. „Við horfum bara á okkur. Við erum KR - ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim.“ „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú.“ Kristinn bendir á að Rúnar hafi verið óreyndur þjálfari þegar KR réði hann á sínum tíma. „Ég man þegar ég fékk símtal frá ákveðnum manni árið 2010. Þá var ég að keyra í Ártúnsbrekkunni og við vorum nýbúnir að tapa fyrir FH, 4-0, í bikarnum. Hann spurði mig hvort við værum kolruglaðir og hvort það hefðu ekki verið mistök að láta Rúnar fá starfið. En hann hefur ekki hringt síðan.“ Guðmundur var síðast aðalþjálfari Breiðabliks eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar í nokkur ár. „Ég trúi því að bæði Bjarni og Guðmundur hafi fengið góða reynslu í sumar þegar þeir stigu inn á stóra sviðið. Það er svo okkar sem höldum þessu batteríi gangandi að styðja við þá í þeirra störfum og það ætlum við að gera.“ Í dag var einnig gengið frá ráðningu Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem tekur við 2. flokki karla auk þess að vera þeim Bjarna og Guðmundi innan handar. „Það sem heillar okkur við Óskar er að hann hefur mjög sterkar skoðanir og er fylginn sér. Ég held að hann eigi eftir að koma með góðar víddir inn í samstarf þeirra Bjarna og Guðmundar. Við erum mjög spenntir fyrir því að fá hann.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Sjá meira
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15
Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17