Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 09:31 Leifur Andri Leifsson segir tímabært að fótboltinn víki fyrir öðru. Vísir/Sigurjón Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang. „Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
„Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta
HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira