Af hræsni og mittismálum Hildur Björnsdóttir skrifar 27. október 2014 11:06 Kæra Marta María, Mér hlotnaðist það mikla lán fyrir skemmstu að eignast stúlkubarn. Saklaus hvítvoðungur með örlög sem úthlutað var af almættinu nánast af handahófi. Enginn veit hvaða spil hann fær á hendi við inngöngu í þennan heim. Þó mátti áætla með nokkurri vissu að dóttir mín hefði við úthlutun fengið lakari hönd en bróðir hennar. Ekki af rökréttum ástæðum eða fyrir tilviljun – heldur eingöngu vegna þess að hún reyndist kvenkyns. Dag hvern sendir samfélagið konum skilaboð. Skilaboð um hvernig æskilegt er að vera. Hvernig óæskilegt er að vera. Hvernig konur karlmenn kjósa og hvernig hægt er að vera körlum þóknanlegur. Flest segja skilaboðin konum að virði þeirra felist í útliti. Lífshamingjan felist í tölustöfum á baðvog. Bókstöfum á brjóstahöldum. Áferð á húð. Sentimetrum um mitti. Á dögunum birtir þú pistil á vefmiðlinum Smartlandi þar sem gagnrýnd var 23 ára stelpa sem hafði með stafrænum hætti minnkað á sér mittismálið áður en hún birti sjálfsmyndir á samfélagsmiðli. Þar lýstir þú yfir hneykslan þinni á hegðun stúlkunnar og þótti hún afar ósæmileg, ef ekki aumkunarverð. Í gegnum pistilinn skein undran þín á því að stúlkan skyldi sigla undir fölsku flaggi og birta umheiminum ósanna mynd af sjálfri sér. Þú gekkst svo hart fram að umræddri stúlku þótti umfjöllunin meiðandi og særandi. Við búum í sýktum heimi þar sem fyrirmyndir kvenna eru glansmyndir sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þar sem sýnt er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískutímariti. Þar sem undurfögur stúlka, geislandi af heilbrigði, telur sig þurfa með starfænum hætti að breyta útliti sínu áður en henni þykja eigin sjálfsmyndir birtingarhæfar. Í þessu samhengi virðist þér hins vegar yfirsjást hið raunverulega vandamál. Það er ekki stúlkan. Það er samfélagið og menningin. Það eru fjölmiðlar eins og þinn. Verandi ritstjóri vefmiðils sem fjallar daglega um agnarsmátt mittismál, útlínur nýbakaðra mæðra, lýtaaðgerðir, megrunarkúra og yngingarmeðferðir – datt þér aldrei í hug að þú bærir einhverja ábyrgð? Að sá fjölmiðill sem þú stýrðir hefði neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna? Að Smartland sendi konum þau skilaboð að virði þeirra væri mælanlegt með málbandi og baðvog? Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? Getur þú staðfest að aldrei hafi birst af þér mynd sem breytt var með hjálp myndvinnsluforrits? Eða er mögulega einhver alþjóðlegur mælikvarði á það hvenær heimilt er að breyta ásýnd sinni á ljósmyndum og hvenær ekki? Er einhver þröskuldur sem rétt er að þekkja? Það væri ágætt að fá þetta á hreint. Ég vil undirstrika að ofanritað beinist ekki að þinni persónu. Aðeins þínu starfi. Í mínum augum ert þú raunar fórnarlamb þeirrar menguðu menningar sem þú hefur lífsviðurværi þitt af að fjölmiðla. Það er óheppilegt. Eflaust ertu kampakát og stórskemmtileg og gjarnan vildi ég sötra með þér kaffi einn daginn. Setjum það á stefnuskrána. Þegar dóttir mín kemst til vits og ára hefur vonandi eitthvað breyst. Vonandi mun innihaldið trompa umbúðirnar og tíminn hafa læknað þetta samfélagssár. Vonandi verður sjálfsmynd hennar sterk og sjálfsvirðingin mikil. Vonandi munu miðlar eins og þinn ekki brjóta hana niður. Vonandi verða þeir ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Kæra Marta María, Mér hlotnaðist það mikla lán fyrir skemmstu að eignast stúlkubarn. Saklaus hvítvoðungur með örlög sem úthlutað var af almættinu nánast af handahófi. Enginn veit hvaða spil hann fær á hendi við inngöngu í þennan heim. Þó mátti áætla með nokkurri vissu að dóttir mín hefði við úthlutun fengið lakari hönd en bróðir hennar. Ekki af rökréttum ástæðum eða fyrir tilviljun – heldur eingöngu vegna þess að hún reyndist kvenkyns. Dag hvern sendir samfélagið konum skilaboð. Skilaboð um hvernig æskilegt er að vera. Hvernig óæskilegt er að vera. Hvernig konur karlmenn kjósa og hvernig hægt er að vera körlum þóknanlegur. Flest segja skilaboðin konum að virði þeirra felist í útliti. Lífshamingjan felist í tölustöfum á baðvog. Bókstöfum á brjóstahöldum. Áferð á húð. Sentimetrum um mitti. Á dögunum birtir þú pistil á vefmiðlinum Smartlandi þar sem gagnrýnd var 23 ára stelpa sem hafði með stafrænum hætti minnkað á sér mittismálið áður en hún birti sjálfsmyndir á samfélagsmiðli. Þar lýstir þú yfir hneykslan þinni á hegðun stúlkunnar og þótti hún afar ósæmileg, ef ekki aumkunarverð. Í gegnum pistilinn skein undran þín á því að stúlkan skyldi sigla undir fölsku flaggi og birta umheiminum ósanna mynd af sjálfri sér. Þú gekkst svo hart fram að umræddri stúlku þótti umfjöllunin meiðandi og særandi. Við búum í sýktum heimi þar sem fyrirmyndir kvenna eru glansmyndir sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þar sem sýnt er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískutímariti. Þar sem undurfögur stúlka, geislandi af heilbrigði, telur sig þurfa með starfænum hætti að breyta útliti sínu áður en henni þykja eigin sjálfsmyndir birtingarhæfar. Í þessu samhengi virðist þér hins vegar yfirsjást hið raunverulega vandamál. Það er ekki stúlkan. Það er samfélagið og menningin. Það eru fjölmiðlar eins og þinn. Verandi ritstjóri vefmiðils sem fjallar daglega um agnarsmátt mittismál, útlínur nýbakaðra mæðra, lýtaaðgerðir, megrunarkúra og yngingarmeðferðir – datt þér aldrei í hug að þú bærir einhverja ábyrgð? Að sá fjölmiðill sem þú stýrðir hefði neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna? Að Smartland sendi konum þau skilaboð að virði þeirra væri mælanlegt með málbandi og baðvog? Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? Getur þú staðfest að aldrei hafi birst af þér mynd sem breytt var með hjálp myndvinnsluforrits? Eða er mögulega einhver alþjóðlegur mælikvarði á það hvenær heimilt er að breyta ásýnd sinni á ljósmyndum og hvenær ekki? Er einhver þröskuldur sem rétt er að þekkja? Það væri ágætt að fá þetta á hreint. Ég vil undirstrika að ofanritað beinist ekki að þinni persónu. Aðeins þínu starfi. Í mínum augum ert þú raunar fórnarlamb þeirrar menguðu menningar sem þú hefur lífsviðurværi þitt af að fjölmiðla. Það er óheppilegt. Eflaust ertu kampakát og stórskemmtileg og gjarnan vildi ég sötra með þér kaffi einn daginn. Setjum það á stefnuskrána. Þegar dóttir mín kemst til vits og ára hefur vonandi eitthvað breyst. Vonandi mun innihaldið trompa umbúðirnar og tíminn hafa læknað þetta samfélagssár. Vonandi verður sjálfsmynd hennar sterk og sjálfsvirðingin mikil. Vonandi munu miðlar eins og þinn ekki brjóta hana niður. Vonandi verða þeir ekki til.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun