McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu 23. október 2014 22:30 Conor er hér til hægri fyrir síðasta bardaga sinn gegn Dustin Poirier. vísir/getty Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. Þá tekur heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, á móti Chad Mendes í Brasilíu. Sigurvegarinn mun svo líklega mæta McGregor í kjölfarið en hann hefur flogið upp styrkleikalistann síðustu mánuði. McGregor er á leið til Brasilíu þar sem hann ætlar að halda áfram að gera allt vitlaust og ögra bæði Aldo og Mendes. „Brasilísku áhorfendurnir eru eins og þeir írsku þannig að ég ætla að gera allt brjálað þarna," sagði McGregor. „Alvöru unnendur íþróttarinnar vita hver ég er. Það munu allir í húsinu þekkja mig. Ég stórefast um að ég muni fá góðar móttökur en ég mun njóta þess. Þetta er viðskipta- og skemmtiferð. Ég mun njóta þess að vera ekki að keppa en allt sem ég geri snýst um risaviðskipti. „Planið er að fara til Brasilíu í einkaþotu stjórnarformanns UFC en í mínum huga vil ég aðeins ferðast um í eigin einkaþotu." Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardag. Þetta er annar bardagi Aldo og Mendes en hvernig heldur McGregor að þetta fari? „Ég held að þetta verði svipað og síðast hjá þeim. Tæknin brást Mendes í fyrri bardaganum og hann hefur ekki enn lagað sinn stíl. Mér finnst Chad vera búinn að vera. Ég hef ekki mikið álit á hvorugum. Ég mun bara njóta þess að horfa." Hér að neðan má sjá tíst frá McGregor þar sem hann staðfestir að hann sé þegar orðinn stjarna bardagakvöldsins um helgina og er til í meira.UFC 178 - The McGregor Show. UFC 179 - The McGregor Show. UFC 180 - Just say the word and its done... @lorenzofertitta @danawhite.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 23, 2014 MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira
Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. Þá tekur heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, á móti Chad Mendes í Brasilíu. Sigurvegarinn mun svo líklega mæta McGregor í kjölfarið en hann hefur flogið upp styrkleikalistann síðustu mánuði. McGregor er á leið til Brasilíu þar sem hann ætlar að halda áfram að gera allt vitlaust og ögra bæði Aldo og Mendes. „Brasilísku áhorfendurnir eru eins og þeir írsku þannig að ég ætla að gera allt brjálað þarna," sagði McGregor. „Alvöru unnendur íþróttarinnar vita hver ég er. Það munu allir í húsinu þekkja mig. Ég stórefast um að ég muni fá góðar móttökur en ég mun njóta þess. Þetta er viðskipta- og skemmtiferð. Ég mun njóta þess að vera ekki að keppa en allt sem ég geri snýst um risaviðskipti. „Planið er að fara til Brasilíu í einkaþotu stjórnarformanns UFC en í mínum huga vil ég aðeins ferðast um í eigin einkaþotu." Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardag. Þetta er annar bardagi Aldo og Mendes en hvernig heldur McGregor að þetta fari? „Ég held að þetta verði svipað og síðast hjá þeim. Tæknin brást Mendes í fyrri bardaganum og hann hefur ekki enn lagað sinn stíl. Mér finnst Chad vera búinn að vera. Ég hef ekki mikið álit á hvorugum. Ég mun bara njóta þess að horfa." Hér að neðan má sjá tíst frá McGregor þar sem hann staðfestir að hann sé þegar orðinn stjarna bardagakvöldsins um helgina og er til í meira.UFC 178 - The McGregor Show. UFC 179 - The McGregor Show. UFC 180 - Just say the word and its done... @lorenzofertitta @danawhite.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 23, 2014
MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira