791 Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 22. október 2014 15:26 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun