„Einstæður viðburður í íþróttasögunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2014 14:20 Bernard Hopkins mætir Sergey Kovalev annað kvöld. Vísir/getty Hinn 49 ára gamli Bernard Hopkins berst við Rússann Sergey Kovalev annað kvöld og mun hann þá reyna að verja Heimsmeistaratitilinn sinn í léttþungavigt. Hopkins er magnaður íþróttamaður og er til að mynda kallaður „geimveran“ ytra. Einn er sá maður sem velkist ekki í vafa um mikilvægi viðburðarins og hann heitir Bubbi Morthens - tónlistarmaður og hnefaleikasérfræðingur. Fréttastofa náði tali af honum í morgun, hann á við lungnabólgu að stríða en það nær í engu að halda aftur af honum; spennan er að fara með Bubba. Bubbi segir þetta vera einstæður viðburður í íþróttasögunni og eigi sér enga hliðstæðu. „Boxarinn heitir Bernard Hopkins. Það hefur enginn einstakur íþróttamaður í sögu íþróttanna náð þessum aldri og verið á þessum stað. Þetta er svona svipað og ef við værum að tala um hundrað metra spretthlaupara sem væri 49 ára.“ Bubbi segir þetta með hinum mestu ólíkindum. Og dregur ekki úr því. „Hann er að berjast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um titil á móti manni sem rotar andstæðinga sína í 90 prósent tilfella.“ Bubbi segir að sérfræðingar erlendis tali um að Hopkins sé í raun geimvera. „Þeir skrifa um hann í Bandaríkjunum sem geimveru. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Bernand Hopkins myndi einfaldlega vinna þennan bardaga. Þetta er bara algjörlega með ólíkindum í íþrótt eins og þessari. Þetta er ein erfiðasta og harðasta íþróttagrein veraldar. Að það skuli vera maður um fimmtugt að berjast um heimsmeistaratitil er ótrúlegt.“ Bubbi segir að allir miðlar erlendis séu að fjalla um málið þar sem það telst vera einstakt.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 01:00 Box Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Bernard Hopkins berst við Rússann Sergey Kovalev annað kvöld og mun hann þá reyna að verja Heimsmeistaratitilinn sinn í léttþungavigt. Hopkins er magnaður íþróttamaður og er til að mynda kallaður „geimveran“ ytra. Einn er sá maður sem velkist ekki í vafa um mikilvægi viðburðarins og hann heitir Bubbi Morthens - tónlistarmaður og hnefaleikasérfræðingur. Fréttastofa náði tali af honum í morgun, hann á við lungnabólgu að stríða en það nær í engu að halda aftur af honum; spennan er að fara með Bubba. Bubbi segir þetta vera einstæður viðburður í íþróttasögunni og eigi sér enga hliðstæðu. „Boxarinn heitir Bernard Hopkins. Það hefur enginn einstakur íþróttamaður í sögu íþróttanna náð þessum aldri og verið á þessum stað. Þetta er svona svipað og ef við værum að tala um hundrað metra spretthlaupara sem væri 49 ára.“ Bubbi segir þetta með hinum mestu ólíkindum. Og dregur ekki úr því. „Hann er að berjast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um titil á móti manni sem rotar andstæðinga sína í 90 prósent tilfella.“ Bubbi segir að sérfræðingar erlendis tali um að Hopkins sé í raun geimvera. „Þeir skrifa um hann í Bandaríkjunum sem geimveru. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Bernand Hopkins myndi einfaldlega vinna þennan bardaga. Þetta er bara algjörlega með ólíkindum í íþrótt eins og þessari. Þetta er ein erfiðasta og harðasta íþróttagrein veraldar. Að það skuli vera maður um fimmtugt að berjast um heimsmeistaratitil er ótrúlegt.“ Bubbi segir að allir miðlar erlendis séu að fjalla um málið þar sem það telst vera einstakt.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 01:00
Box Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira