Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2014 19:45 Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds. Staður er skagi á vesturströnd Noregs, milli Bergen og Álasunds, og er í Landnámabók getið sem helsta viðmiðs siglinga til Íslands. Fornmenn sögðu að þaðan væri sjö dægra sigling í vestur til Eystra-Horns á Íslandi.Göngin eiga að rúma farþegaskip Hurtigruten.Grafík/Stad Skipstunnel.Siglingaleiðin utan við Stað þykir hins vegar mjög hættuleg, þar er veðravíti og svæsin röst, sem valdið hefur mörgum sjóslysum. Svar Norðmanna er: Að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum.Þau eiga að verða nægilega stór til að rúma farþegaferjur Hurtigruten, heildarhæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar og breiddin 36 metrar. Lengd jarðganganna verður 1,7 kílómetrar og kostnaður er áætlaður um 20 milljarðar króna. Göngin eru þegar komin inn á samgönguáætlun norska ríkisins, sem miðar við að byrjað verði að grafa árið 2018. Randi Humborstad, verkefnisstjóri skipaganganna, segir í samtali við Stöð 2 að ef allt gangi samkvæmt áætlun vonist menn til að þau verði tilbúin árið 2021. Útgröftinn úr göngunum á svo að nota til að búa til nýja eyju. Ef Íslendingar verða kannski í framtíðinni eins ríkir og Norðmenn mætti vel ímynda sér að hérlendis vildu menn stytta siglingaleið milli Norðurlands og Vesturlands með því að grafa skipagöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, og tengja þannig Breiðafjörð og Húnaflóa, en þar á milli er aðeins níu kílómetra haft.Vonast er til að skipagöngin verði tilbúin árið 2021.Grafík/Stad Skipstunnel. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds. Staður er skagi á vesturströnd Noregs, milli Bergen og Álasunds, og er í Landnámabók getið sem helsta viðmiðs siglinga til Íslands. Fornmenn sögðu að þaðan væri sjö dægra sigling í vestur til Eystra-Horns á Íslandi.Göngin eiga að rúma farþegaskip Hurtigruten.Grafík/Stad Skipstunnel.Siglingaleiðin utan við Stað þykir hins vegar mjög hættuleg, þar er veðravíti og svæsin röst, sem valdið hefur mörgum sjóslysum. Svar Norðmanna er: Að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum.Þau eiga að verða nægilega stór til að rúma farþegaferjur Hurtigruten, heildarhæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar og breiddin 36 metrar. Lengd jarðganganna verður 1,7 kílómetrar og kostnaður er áætlaður um 20 milljarðar króna. Göngin eru þegar komin inn á samgönguáætlun norska ríkisins, sem miðar við að byrjað verði að grafa árið 2018. Randi Humborstad, verkefnisstjóri skipaganganna, segir í samtali við Stöð 2 að ef allt gangi samkvæmt áætlun vonist menn til að þau verði tilbúin árið 2021. Útgröftinn úr göngunum á svo að nota til að búa til nýja eyju. Ef Íslendingar verða kannski í framtíðinni eins ríkir og Norðmenn mætti vel ímynda sér að hérlendis vildu menn stytta siglingaleið milli Norðurlands og Vesturlands með því að grafa skipagöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, og tengja þannig Breiðafjörð og Húnaflóa, en þar á milli er aðeins níu kílómetra haft.Vonast er til að skipagöngin verði tilbúin árið 2021.Grafík/Stad Skipstunnel.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira