Skallagrímur skellti Stjörnunni - öll úrslit og tölfræði kvöldsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2014 21:25 vísir/stefán Skallagrímur, sem var án stiga í Dominos-deild karla í körfubolta fyrir kvöldið, gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna með níu stiga mun á heimavelli í kvöld, 94-85. Davíð Ásgeirsson var stigahæstur heimamanna með 23 stig og þá átti Bandaríkjamaðurinn Tracy Smith flottan leik, en hann skoraði 22 stig og tók 13 fráköst. Hjá gestunum var Justin Shouse stigahæstur með 25 stig en Dagur Kár Jónsson hélt upp á skólastyrkinn í Brooklyn með 22 stigum fyrir Stjörnumenn. Stjarnan er með sex stig, jafnmörg stig og Njarðvík sem vann Grindavík, 85-74, í nágrannaslag í Röstinni í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var nokkuð öruggur en liðið náðu góðu forskoti framan af og stóð af sér áhlaup Grindvíkinga í þriðja leikhluta sem heimamenn unnu 27-12. Dustin Salisbery fór hamförum fyrir gestina og skoraði 30 stig auk þess sem hann tók 15 fráköst, en Logi Gunnarsson skoraði 15 stig. Ólafur Ólafsson bauð upp á tvennu í liði Grindavíkur með 23 stig og 12 fráköst. Keflavík er í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm stiga sigur á lánlausum ÍR-ingum í Sláturhúsinu í kvöld, 87-82. William Thomas Graves hinn fjórði var óstöðvandi, en hann skoraði 39 stig fyrir Keflavík auk þess sem hann tók sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og varði þrjú skot. Damon Johnson bætti svo við sextán stigum. Mattthías Orri Sigurðarson var stigahæstur ÍR-inga með 20 stig en þeir eru aðeins með tvö stig eftir sex umferðir líkt og Skallagrímur og Fjölnir, en Grafarvogsliðið á leik til góða.Úrslit og tölfræði kvöldsins:Keflavík-ÍR 87-82 (21-19, 12-20, 24-14, 30-29) Keflavík: William Thomas Graves VI 39/6 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Damon Johnson 16/7 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Reggie Dupree 2, Arnar Freyr Jónsson 2. ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 16/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 16/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 15/9 fráköst, Trey Hampton 13/11 fráköst, Ragnar Örn Bragason 2.Grindavík-Njarðvík 74-85 (18-24, 14-22, 27-12, 15-27) Grindavík: Ólafur Ólafsson 23/12 fráköst, Rodney Alexander 18/12 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 18/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 6, Hilmir Kristjánsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Njarðvík: Dustin Salisbery 30/15 fráköst, Logi Gunnarsson 15/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 14/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 10, Mirko Stefán Virijevic 6/10 fráköst, Ágúst Orrason 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/6 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 2.Skallagrímur-Stjarnan 94-85 (28-24, 27-24, 15-22, 24-15) Skallagrímur: Davíð Ásgeirsson 23/4 fráköst, Tracy Smith Jr. 22/13 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 14/7 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 12, Kristófer Gíslason 2. Stjarnan: Justin Shouse 25/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 22, Jarrid Frye 19/8 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 10/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Skallagrímur, sem var án stiga í Dominos-deild karla í körfubolta fyrir kvöldið, gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna með níu stiga mun á heimavelli í kvöld, 94-85. Davíð Ásgeirsson var stigahæstur heimamanna með 23 stig og þá átti Bandaríkjamaðurinn Tracy Smith flottan leik, en hann skoraði 22 stig og tók 13 fráköst. Hjá gestunum var Justin Shouse stigahæstur með 25 stig en Dagur Kár Jónsson hélt upp á skólastyrkinn í Brooklyn með 22 stigum fyrir Stjörnumenn. Stjarnan er með sex stig, jafnmörg stig og Njarðvík sem vann Grindavík, 85-74, í nágrannaslag í Röstinni í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var nokkuð öruggur en liðið náðu góðu forskoti framan af og stóð af sér áhlaup Grindvíkinga í þriðja leikhluta sem heimamenn unnu 27-12. Dustin Salisbery fór hamförum fyrir gestina og skoraði 30 stig auk þess sem hann tók 15 fráköst, en Logi Gunnarsson skoraði 15 stig. Ólafur Ólafsson bauð upp á tvennu í liði Grindavíkur með 23 stig og 12 fráköst. Keflavík er í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm stiga sigur á lánlausum ÍR-ingum í Sláturhúsinu í kvöld, 87-82. William Thomas Graves hinn fjórði var óstöðvandi, en hann skoraði 39 stig fyrir Keflavík auk þess sem hann tók sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og varði þrjú skot. Damon Johnson bætti svo við sextán stigum. Mattthías Orri Sigurðarson var stigahæstur ÍR-inga með 20 stig en þeir eru aðeins með tvö stig eftir sex umferðir líkt og Skallagrímur og Fjölnir, en Grafarvogsliðið á leik til góða.Úrslit og tölfræði kvöldsins:Keflavík-ÍR 87-82 (21-19, 12-20, 24-14, 30-29) Keflavík: William Thomas Graves VI 39/6 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Damon Johnson 16/7 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Reggie Dupree 2, Arnar Freyr Jónsson 2. ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 16/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 16/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 15/9 fráköst, Trey Hampton 13/11 fráköst, Ragnar Örn Bragason 2.Grindavík-Njarðvík 74-85 (18-24, 14-22, 27-12, 15-27) Grindavík: Ólafur Ólafsson 23/12 fráköst, Rodney Alexander 18/12 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 18/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 6, Hilmir Kristjánsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Njarðvík: Dustin Salisbery 30/15 fráköst, Logi Gunnarsson 15/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 14/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 10, Mirko Stefán Virijevic 6/10 fráköst, Ágúst Orrason 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/6 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 2.Skallagrímur-Stjarnan 94-85 (28-24, 27-24, 15-22, 24-15) Skallagrímur: Davíð Ásgeirsson 23/4 fráköst, Tracy Smith Jr. 22/13 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 14/7 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 12, Kristófer Gíslason 2. Stjarnan: Justin Shouse 25/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 22, Jarrid Frye 19/8 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 10/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira