Það sem getur hjálpað manni að slaka á er þessi ómótstæðilega jólalykt sem allir kannast við. Og maður þarf ekki að eiga mikinn tíma aflögu til að fylla heimilið af þessum ilmi.
Hér fyrir neðan eru þrjú góð ráð til að fylla húsið af jólailmi en þau birtust fyrst á vefsíðu Good Housekeeping.

Fylltu pott af vatni og settu á miðlungshita á eldavélinni. Settu það sem þú vilt í pottinn - til dæmis eplasneiðar, appelsínubörk og kanilstangir. Leyfðu þessu að sjóða og finndu hvernig heimilið fyllist af óviðjafnanlegum ilm.

Í staðinn fyrir að setja epli og appelsínur í pott með sjóðandi vatni er líka hægt að setja nokkrar grenigreinar í pottinn ásamt kanilstöngum. Þá fyllist heimilið af jólatréslykt. Sniðugt fyrir þá sem kaupa gervi tré en vilja samt ekta lykt.

Ef þú átt gamla köngla er um að gera að nýta þá um jólin. Þeir eru fallegt skraut og hægt er að spreyja þá með kanilolíu svo þeir ilmi enn betur. Þeir sem eiga ekki köngla þurfa ekki að örvænta heldur bara fara í góðan göngutúr og finna nokkra slíka á víðavangi.