Margir svöruðu Judd og komu Cosby til varnar. Skildu til að mynda ekki af hverju hann var að velta sér upp úr þessu.
„Ætli það sé ekki út af því að menn sem nauðga mikið eru ekki svalir,“ skrifaði Judd þá.
Einn aðdáandi Cosby benti á að það sé hræðilegt að vera Cosby ef þessar ásakanir eru ekki sannar.
„Ímyndaðu þér hvernig þessum konum leið að missa meðvitund og vita hvað hann ætlaði að gera. Gátu ekki stöðvað martröðina,“ svaraði Judd og bætti við:
„Ég er einnig nokkuð viss um að ég hef stundað kynlíf með færri konum en hann nauðgaði. Ég velti oft fyrir mér af hverju fólki reynir af fremsta megni að trúa ekki konum sem hefur verið ráðist á. Hver er rót þess?“
so @Centre_Square - are you really going to let Bill Cosby perform on your stage January 7?
— Judd Apatow (@JuddApatow) December 27, 2014