Atvinnuleit hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 25. janúar 2014 06:00 Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun